fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Níutíu daga skilorðbundið fangelsi fyrir að berja konuna sína eftir jólahlaðborð: Hún frábað afskipti af einkalífi þeirra

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 21. september 2017 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur staðfest níutíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 63 ára gömlum karlmanni sem var dæmdur fyrir ráðast á eiginkonu sína á heimili þeirra. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa slegið hana með krepptum hnefa í andlit, bak og brjóstkassa. Konan neitaði að kæra manninn og kaus að veita ekki skýrslu fyrir dómi. Maðurinn neitaði að tjá sig um málið við réttarhöldin.

Í dómi kemur fram að dóttir mannsins og tengdasonur hans hafi flúið heimilið á bensínstöð vegna heimilisofbeldis. Þau lýstu því fyrir lögreglumönnum að faðir hennar væri ölvaður og hefði ráðist á þau „en það væri vani á föstudögum að hann væri með læti vegna ölvunar“, líkt og segir í dómi.

Lögreglumenn fóru að húsinu þar sem þeir komu að konunni fyrir utan húsið blóðugri í andliti. Henni hafi verið mikið niðri fyrir og mjög hrædd. „Hún sagði að eiginmaður hennar, ákærði, hefði ráðist á hana og meðan á barsmíðunum hafi staðið hafi hann sagst ætla að drepa hana. Sjáanlegir áverkar á A voru mar í andliti og bólga á báðum augum. Þá blæddi úr hægri augabrún hennar, auk þess sem hún kvartaði undan eymslum í brjóstkassa, á brjóstum, í hársverði og á baki. Peysa hennar var rifin og blóðug og hártægjur á baki peysunnar. Ákærði sat inni í stofu og var skyrta hans blóðug og fráhneppt að neðan. Hann var greinilega undir áhrifum áfengis,“ segir í dómi.

Kona lagði síðar fram yfirlýsingu þar sem hún sagði að ákæran í málinu hafi ekki verið fegin út að hennar kröfu eða beiðni og hún fari gegn vilja hennar. Hún lýsti því að verði málinu haldið til streitu muni hún ekki mæta fyrir dóm eða gefa skýrslu vegna málsins. „Þá frábiðji hún sér afskipti hins opinbera af einkalífi þeirra hjóna og mótmæli því að ákæruvaldið eigi forræði málsins,“ segir í dómi.

Lögreglumaður bar vitni við aðalmeðferð og sagði hann að konan hafi lýst því á vettvangi að átökin hafi byrjað í eldhúsi og færst inn í stofu. Þar hafi ákærði legið á henni, veitt henni 20-40 högg og margoft sagt að hann ætlaði að drepa hana. Hann hafi ekki hætt fyrr en hann hafi örmagnast.

Annar lögreglumaður lýsti afstöðu konunar svo: „Hún hafi ekki viljað leggja fram kæru og lýst því að þau hjónin væru að vinna í sínum málum. Hún hafi greint frá því að þau hefðu umrætt sinn verið á jólahlaðborði. Ákærði hafi verið orðinn ölvaður en þá yrði hann mjög erfiður. Hann hafi ráðist að henni og látið höggin dynja á andliti hennar og höfði.“

Líkt og fyrr segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd