fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Fjórtán ára piltur steig upp í lest og hvarf: Í dag eru liðin tíu ár frá dularfullu hvarfinu

Andrew Gosden hvarf frá heimili fjölskyldu sinnar fyrir tíu árum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. september 2017 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 14. september árið 2007 gekk fjórtán ára piltur út af heimili fjölskyldu sinnar og hvarf sporlaust. Enginn veit hvað varð um drenginn og hefur þetta dularfulla mannshvarf fengið marga til að klóra sér í kollinum.

Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um málið á vef sínum í dag en pilturinn, Andrew Gosden, gekk út af heimili fjölskyldu sinnar í Doncaster. Vitað er að hann steig upp í lest sem var á leið til London – hann keypti miða aðra leið – en síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans.

Örvænting greip um sig

Gosden-fjölskyldan; Kevin, Glenys, Charlotte og Andrew voru að fara snæða kvöldverð þennan örlagaríka dag fyrir tíu árum þegar foreldrar hans áttuðu sig á því að Andrew væri horfinn. Charlotte var í herberginu sínu í tölvunni og aðrir á heimilinu töldu að Andrew væri í kjallaranum í tölvuleik, eins og hann hafði vanið sig á að gera eftir skóla.

Andrew var hins vegar hvergi sjáanlegur og fljótlega komust foreldrar hans að því að hann hefði ekkert mætt í skólann þennan dag. „Það greip um sig mikil örvænting. Við töldum að eitthvað hefði komið fyrir hann á leiðinni í skólann,“ segir systir hans, Charlotte, sem í dag er 26 ára. Síðar kom í ljós í að Andrew hafði farið í skólabúninginn þennan morgun og yfirgefið heimili sitt. Síðan virðist hann hafa snúið aftur þegar foreldrar hans voru farnir til vinnu þar sem hann skipti um föt. Síðan tók hann 200 pund, tæpar 30 þúsund krónur á núverandi gengi, út af reikningi sínum og keypti sér lestarmiða til London. Á eftirlitsmyndavélum mátti sjá hann ganga að lestarstöðinni þar sem hann var klæddur í gallabuxur og stuttermabol.

Andrew sýndi framúrskarandi námsárangur á sínum tíma og er lýst sem rólegum og blíðum pilti.
Framúrskarandi nemandi Andrew sýndi framúrskarandi námsárangur á sínum tíma og er lýst sem rólegum og blíðum pilti.

Fer í hringi

Í tíu ár hefur fjölskyldan leitað svara um afdrif Andrews en þrátt fyrir rannsókn lögreglu virðist enginn vita hvað varð um drenginn eftir að hann kom til London. „Það er í raun sálfræðilega ómögulegt að eiga við þetta. Maður fer í hringi og hugsar með sér að mögulega hafi hann verið myrtur, framið sjálfsvíg en einnig að sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé enn á lífi einhversstaðar,“ segir faðir hans, Kevin.

„Maður fer í hringi og hugsar með sér að mögulega hafi hann verið myrtur, framið sjálfsvíg en einnig að sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé enn á lífi einhversstaðar.“

Framúrskarandi nemandi

Það sem þykir jafnvel enn dularfyllra við hvarfið er sú staðreynd að Andrew var ekki í óreglu eða í slæmum félagsskap þegar hann hvarf. Honum var lýst sem bráðgáfuðum pilti sem var hlédrægur en blíður. Þá gekk honum vel í skólanum og tók meðal annars þátt í áætlun breskra yfirvalda, Young, Gifted & Talented, fyrir nemendur sem sýna framúrskarandi námsárangur. Þá var hann heimakær, yfirgaf sjaldan heimili sitt og eyddi frítíma sínum í lestur bóka eða tölvuleiki.

Faðir hans segir að hann átti sig ekki á því hvers vegna Andrew hefði átt að láta sig hverfa. Á þessum tíu árum sem liðin eru hafa nokkrar tilkynningar borist lögreglu um að hann hefði mögulega sést. Andrew er nú andlit herferðar samtaka, Find Every Child, sem beita sér fyrir því að finna týnd börn.

Gefa ekki upp alla von

Faðir Andres hefur gagnrýnt meint áhugaleysi lögreglunnar í South Yorkshire í málinu við rannsóknina á sínum tíma. Bendir hann á að fjölskyldan hafi fundið upptökur af piltinum hjá nágranna þar sem hann gekk áleiðis að lestarstöðinni og hún hafi einnig rætt fyrst við manninn sem seldi honum miða í lestina. Myndbandsupptökurnar fundust ekki fyrr en 27 dögum eftir hvarfið. Árið 2011 var umfangsmikil leit gerð í ánni Thames sem miðaði að því að finna Andrew en sú leit bar engan árangur. Eins og að framan greinir hafa engar vísbendingar um ferðir hans, aðrar en þær að hann hafi farið til London fyrir tíu árum, borist. Fjölskylda hans hefur þó ekki gefið upp alla von um að Andrew sé á lífi einhversstaðar.

Í umfjöllun BBC kemur fram að lögreglan í Englandi og Wales hafi fengið 135 þúsund tilkynningar um mannshvörf árin 2015 og 2016. 80 prósent þessara mála leysast á fyrsta sólarhringnum en aðeins tvö prósent eru enn óleyst eftir sjö daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd