fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmur gerir lítið úr „afreki“ forsætisráðherra: „Getur klárlega sagt að launahækkun kjararáðs sé „stórkostlegt afrek““

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 13. september 2017 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sló sér á brjóst á hádegisfundi eldri Sjálfstæðismanna í Valhöll í dag. Sagði Bjarni að það væri stórkostlegt afrek að geta hækkað greiðslur til ellilífeyrisþega í 300 þúsund krónur á mánuði. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Bjarni sagði:

„Ég er stolt­ur af breyt­ing­unni sem felst í því að þetta sama fólk hafði ein­ung­is 225 þúsund fyr­ir tveim­ur árum. Þetta eru ein­hverj­ar mestu fram­far­ir sem hafa orðið á þessu sviði en við erum ekki búin. Við ætl­um að halda áfram á þess­ari braut.“

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi gefur lítið fyrir þetta og tjáir sig um fundinn á Facebook-síðu sinni og spyr hvað Bjarni myndi segja um það „afrek“ að hækka laun þingmanna um 448 þúsund eða 68% á mánuði. Vilhjálmur segir:

„Forsætisráðherra segir það vera „stórkostlegt afrek“ að um næstu ára­mót muni greiðslur til elli­líf­eyr­isþega frá Trygg­inga­stofn­un ná 300 þúsund krón­um á mánuði. En hann bendir á að árið 2015 hafi þessi sama greiðsla verið 225 þúsund krón­ur eða sem nemur 25% hækkun á föstu verðlagi. Þetta er sem sagt hækkun upp á 75 þúsund á mánuði á þremur árum.“

Vilhjálmur heldur áfram:

„En hvað skyldi þá forsætisráðherra segja yfir „afreki“ kjararáðs sem hefur hækkað þingfarakaupið frá sama tíma úr 651 þúsund á mánuði í 1,1 milljón eða sem nemur 448 þúsundum á mánuði eða sem nemur 68%.“

Vilhjálmur telur að í þessu samhengi sé hækkun til ellilífeyrisþega ekkert til að hreykja sér af líkt og Bjarni gerði í dag. Staðreyndirnar tali sínu máli.

„Ég held í ljósi þessara staðreynda að hann geti varla kallað hækkun á ellilífeyrir upp á 300 þúsund á mánuði ekkert „stórkostlegt afrek“ Hann getur hins vegar klárlega sagt að launahækkun kjararáðs sé „stórkostlegt afrek““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur