fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Segja að heimila eigi rekstur vændishúsa í Danmörku þar sem kynlíf með dýrum verður í boði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. september 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Danmörku á fljótlega að opna „vændishús“ þar sem verður heimilt að misnota dýr kynferðislega. Dan Jørgensen, matvælaráðherra, segir að „kynlíf með dýrum séu stjórnarskrárvarin borgaraleg réttindi“. Þetta hefur komið fram í ýmsum fjölmiðlum í austanverðri Evrópu undanfarið.

En ekki er allt sem sýnist í þessu máli því hér er um lygafrétt sem hefur verið fjallað um í mörgum fjölmiðlum í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Georgíu undanfarið. Þetta kemur fram í Altinget og Politiken. Það er East Stratcom, stofnun ESB sem berst gegn áróðri og lygafréttum, sem uppgötvaði að þessi „frétt“ væri komin á flug í fjölmiðlum í Hvíta-Rússlandi og Georgíu.

East Stratcom segir að þessi „frétt“ sé ein af mörgum sem eru beinlínis misvísandi eða ósannar og hafa birst í fjölmiðlum í sumum ríkjum Austur-Evrópu undanfarna mánuði. Stofnunin segir að markmiðið með lygafréttum sem þessum sé að kynda undir hugmyndum um „siðferðislega hnignun“ í Evrópu.

„Fréttin“ um dýravændishúsin átti upptök sín í byrjun ágúst þegar Kolokol Rossii, rússneskur fjölmiðill, birti „frétt“ um að dönsk yfirvöld hefðu heimilað opnun dýravændishúss í Kaupmannahöfn. „Fréttinni“ fylgdi mynd af hundi sem var klæddur eins og vændiskona.

Frá Kolokol Rossii barst „fréttin“ til annarra rússneskra fjölmiðla en hefur þó að sögn East Stratcom ekki enn ratað í stóra fjölmiðla sem starfa á landsvísu.

Staðreyndin er sú að kynferðislegt samneyti (misnotkun) við dýr hefur verið bannað með lögum í Danmörku frá 2015.

Danska ríkisstjórnin segir að „fréttin“ um dýravændishúsin sé dæmi um þá aukningu sem hefur orðið í flutningi á röngum fréttum og upplýsingum um Danmörku.

Anders Samuelsen, utanríkisráðherra, sagði í samtali við Politiken að af þessum sökum hafi ríkisstjórnin ákveðið að setja á laggirnar sameiginlegan starfshóp nokkurra ráðuneyta og á þessi starfshópur að berjast gegn fölsku fréttum og áróðri frá Rússlandi.

Samuelsen sagði að vestrænt lýðræði og fjölmiðlar séu orðin viðkvæmari en áður fyrir fölskum fréttum, upplýsingaherferðum sem eru byggðar á lygum og öðrum vafasömum aðferðum. Merki um þetta megi annars sjá í tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og Frakklandi. Þetta verði að taka alvarlega enda sé Danmörk ekki ónæm fyrir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“