fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Maðurinn sem henti sér út úr leigubifreið er kínverskur ferðamaður

Auður Ösp
Föstudaginn 1. september 2017 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðfest að erlendur karlmaður liggi alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að hafa hent sér út úr leigubíl á ferð við Ásbrú. Greint er frá málinu í helgarblaði DV. Fram kom í frétt DV að atvikið hefði átt sér stað síðastliðinn mánudag.

Maðurinn steig upp í leigubílinn við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og pantaði sér far að Ásbrúar-svæðinu. Þegar á áfangastað var komið virkaði ekki kort mannsins og því gat hann ekki greitt fyrir bílinn. Hann og leigubílstjórinn urðu sammála um að snúa við og athuga hvort kortið myndi virka í öðrum posa.

Þegar stutt var liðið af ferðinni til baka þá opnaði farþeginn fyrirvaralaust dyrnar og henti sér út. Samkvæmt heimildum DV var bílinn þá á um 40 kílómetra hraða á klukkustund. Farþeginn stórslasaðist við fallið og hringdi bílstjóri aðvífandi leigubíls samstundis á sjúkrabíl. Leigubílstjórinn vildi ekki tjá sig um atvikið en var auðheyrilega miður sín vegna þess.

Eftirfarandi kemur fram í tilkynningu lögreglunnar sem barst rétt í þessu:

„Mánudaginn 28. ágúst 2017, kl. 23:15, barst Neyðarlínunni tilkynning um að að maður hefði fallið út úr bifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum sinnti málinu ásamt sjúkraliði.

Þarna hafði kínverskur ríkisborgari, tæplega fertugur karlmaður, farið úr leigubifreið á ferð með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla höfuðáverka. Hann var fluttur á Landspítala í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Maðurinn var farþegi í leigubifreiðinni þegar slysið varð en bifreiðinni mun hafa verið ekið með um 40 km hraða á klst. Nánari tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.“

Þá kemur fram að samband hafi náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur