fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Sá sem stal þessum gítar árið 1980 er beðinn um að stíga fram: „Tækifæri fyrir hann að hreinsa samviskuna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. ágúst 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, ég trúi ekki öðru en þetta hafi verið bernskubrek hjá viðkomandi og þetta er tækifæri fyrir hann að hreinsa samviskuna og stuðla að því að koma gítarnum aftur í mínar hendur,“ segir Þór Freysson, upptökustóri og framleiðandi hjá Saga Film, í örstuttu spjalli við DV, en hann vill endurheimta fágætan gítar sem stolið var frá honum fyrir 37 árum. Myndin með fréttinni sýnir Þór kornungan með gítarinn.

Þór hefur nú eftir allan þennan tíma haft upp á gítarnum en núverandi eigandi hans keypti hann með lögbundnum hætti og vill ekki láta hann af hendi. Til að Þór geti endurheimt gítarinn þarf þjófurinn, sem nú er væntanlega á sextugsaldri, að stíga fram og viðurkenna brot sitt.

Þór birti eftirfarandi stöðufærslu á Facebook um máið:

Haustið 1980 var Fender Stratocasternum mínum stolið úr Möðruvallakjallara Menntaskólans á Akureyri.
Eftir mikla leit bæði árið sem hann hvarf og enn meiri leit s.l. vor fann ég hann.
Mér tókst semsagt að rekja ,,eigandasögu“ gítarsins frá því snemma árs 1981 til dagsins í dag.
En gleðin var skammvinn þar sem núverandi ,,eigandi” tók beiðni minni um að ég endurheimti gítarinn vægast sagt illa.

Eins og málið blasir við mér þá þyrfti sá sem tók gítarinn ófrjálsri hendi fyrir rúmlega 35 árum að stíga fram og staðfesta ,,söluna” til fyrsta ,,eigandans”.
Serialnúmer gerir víst ekkert gagn þótt ég hefði það þar sem einn af ,,eigendum” tjáði mér að það hefði verið afmáð af gítarnum.

Ég vona því að sá aðili sem tók gítarinn á sínum tíma sjái þessa færslu og sjái líka að sér. Ég ábyrgist að það mun ekki hljóta neina eftirmála fyrir hann og fullum trúnaði heitið.
Eina sem vakir fyrir mér er að endurheimta gítarinn sem ég á sannarlega ennþá þrátt fyrir 35 ára aðskilnað.

Hver sá sem hefur upplýsingar um málið, að ekki sé talað um þann sem í hlut átti, er beðinn um að senda skilaboð á netfangið thor@trabant.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd