fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þingmaður Pírata ævareiður við Brynjar Níelsson: „Skammastu þín“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég krefst þess að hann biðji alla aðra sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, í miklum reiðilestri yfir Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem Gunnar skrifaði á Facebook rétt í þessu.

Gunnar sakar þar Brynjar um að gera lítið úr fólki sem þjáist af andlegum veikindum, auk þess að væna hann um lygar. Ásakanirnar eru afar harðar og alvarlegar.

Forsaga málsins er umfjöllun um meint störf Brynjars Níelssonar fyrir strippstaðinn Bóhem á árum áður, sem lögmaður, en Robert Downey sinnti lögmannserindum fyrir sama fyrirtæki. Sem kunnugt er hafa geisað miklar deilur í samfélaginu eftir að Robert Downey fékk uppreisn æru frá Alþingi sem gerir honum kleift að öðlast lögmannsréttindi sín á ný, en Robert var á sínum tíma dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Brynjar er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en í fjölmiðlum hefur hann þótt verja með ýmsum hætti hina umdeildu ákvörðun um uppreist æru til handa Robert Downey.

Eftir að Brynjar neitaði því að hafa starfað fyrir strippstaðinn Bóhem birti vefútgáfa Stundarinnar bréf sem Brynjar virtist hafa skrifað á sínum tíma í erindagjörðum fyrir Bóhem.

DV greindi síðan frá því um síðustu helgi að Gunnar Hrafn gagnrýni Brynjar fyrir þessi ummæli og telji að hann þurfi að skýra þau. Um frétt DV spruttu umræður á Facebook, að frumkvæði blaðamannsins Jakobs Bjarnar Grétarsson, og þar lætur Brynjar Níelsson þessi ummæli falla:

„Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þessi ummæli Brynjars vekja Gunnari Hrafni mikla reiði en pistill hans um Brynjar Níelsson er svohljóðandi í heild:

“Svar við árás Brynjars Níelssonar á andlega veikt fólk á Íslandi með niðrandi ummælum um veikindi mín á Facebook.

Að sjálfsögðu er ekkert óeðlilegt við að lögfræðingur taki að sér mál allskonar fólks og fyrirtækja, allir eiga rétt á málsvörn. Kannski voru það mín mistök að nota jafn gildishlaðið orð og strippstaður en trúið mér að það skiptir engu máli í mínum huga.

Það þarf einbeittan brotavilja til að álíta að ég hafi þarna verið að saka einhvern um að tengjast strippstað eins og það væri glæpur. Ég var að vitna í frétt sem fylgdi þessum ummælum, þar sem kom fram að Brynjar var tvísaga eða margsaga um tengsl sín við mann sem var til umfjöllunar í nefnd sem hann veitir formennsku.

ÞAÐ er alvarlegt og skiptir þá engu hvort tengslin voru í gegnum Móður Teresu eða „strippstað“ eins og ég orðaði það svo óvarlega.

Enn verra þykir mér að Brynjar noti þetta sem tækifæri til að gera lítið úr andlegum veikindum, sem tugþúsundir Íslendinga glíma við sem bæði þolendur og aðstandendur.

Enn verra en það er lygi Brynjars, þegar hann reyndi að koma sínum eigin óheilindun yfir á einhverja ónefnda aðila sem áttu að hafa hakkað eitthvað sem hann kallar herra google.

Brynjar hefur verið ágætur þegar ég tala við hann í sígó fyrir utan Alþingi en nú afhjúpar hann sig sem siðleysingja.

Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári.

Skammastu þín.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd