fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sérfræðingar vara við drápsvélmennum

Elon Musk og fleiri sérfræðingar skrifa Sameinuðu þjóðunum bréf

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, stofnandi Tesla, ásamt hópi sérfræðinga á sviði gervigreindar og vélmenna, kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér gegn því að ríki heimsins geti unnið að þróun svonefndra drápsvélmenna. Musk er í hópi 116 sérfræðinga frá 26 löndum sem kallar eftir þessu.

Fjallað er um þetta á vef breska blaðsins Guardian. Í umfjölluninni er bent á að Sameinuðu þjóðirnar hafi nýlega byrjað að ræða um slík vopn, til dæmis dróna, skriðdreka og skotvopn. Vísað er í bréf sérfræðinganna þar sem fram kemur að mikilvægt sé að stöðva það vígbúnaðarkapphlaup, sem fyrirsjáanlegt er að verði á sviði gervigreindar, strax í fæðingu.

Í bréfinu kemur fram að líkja megi vopnuðum vélmennum við tvennskonar kapphlaup eða byltingar sem hafa átt sér stað á undanförnum áratugum og öldum á sviði vígbúnaðar; byssupúðrinu og kjarnorkuvopnum. Þegar farið verði að þróa vopnuð vélmenni sé hætta á að vopnuð átök muni eiga sér stað í mun stærri mæli og á mun skemmri tíma en hingað til hefur þekkst. Verið sé að bjóða hættunni heim því vopn af þessu tagi geti komist í hendur hryðjuverkamanna eða einstaklinga sem geta hakkað sig inn í þau.

„Við höfum ekki langan tíma til að bregðast við. Um leið og búið verður að opna þetta Pandórubox verður erfitt að loka því,“ segir í bréfinu.

Sérfræðingar hafa áður varað við því að þróun gervigreindar sé komin það langt á veg að það sé frekar spurning um ár en áratugi þar til búið verður að þróa það sem kallað er sjálfstæð vopn, eða vopnuð vélmenni. Á sama tíma og gervigreind geti gert vígvöllinn sem slíkan öruggari sé hætta á að minna þurfi til að átök brjótist út – sem aftur muni leiða til fleiri dauðsfalla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi