fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fjölgun félagslegra íbúða í Reykjavík

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. ágúst 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær, 17. ágúst að auka framboð á félagslegu húsnæði til skamms tíma í samræmi við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Tillögurnar fjórar, sem allar voru samþykktar voru svohljóðandi:

  1. Félagsbústaðir hefji byggingu á tveimur til fjórum litlum fjölbýlishúsum með 8 – 10 einstaklingsíbúðum með fjölbreytileika og félagslega blöndun í huga.
  2. Samhliða kaupum Félagsbústaða á 1- 2 herbergja íbúðum á almennum markaði verði gert átak í að fjölga íbúðum fyrir barnafólk.
  3. Tryggt verði fjármagn til kaupa eða leigu á íbúðum sem verði nýttar sem skammtímalausnir þar til þær íbúðir Félagsbústaða sem eru í undirbúningi, s.s. í gegnum leigufélögin Bjarg og Búseta verða tilbúnar. Velferðarsvið hefur nú þegar hafið vinnu við útfærslu hugmynda að framkvæmdinni, það er inntökuferli í bráðabirgðahúsnæði, rekstur og aðra umsýslu.
  4. Í framhaldi af greiningu velferðarsviðs á stöðu barnafjölskyldna í mikilli þörf fyrir húsnæði verði gerð áætlun fyrir hverja fjölskyldu, þar sem horft verði á skammtímalausnir þar til hægt verður að tryggja varanlegt húsnæði á vegum Félagsbústaða.

Á fundinum var einnig tilkynnt að 27 félagslegum íbúðum hafi verið úthlutað þann daginn. 18 almennar leiguíbúðir og 9 þjónustuíbúðir fyrir aldraða.

Langir biðlistar

1081 einstaklingar eru á biðlista Reykjavíkurborgar eftir félagslegu húsnæði. 782 eru metnir í mikilli þörf og 299 í þörf fyrir slíkt húsnæði. Flestar umsóknirnar, 75% eru um einstaklings og tveggja herbergja íbúðir. Félagsbústaðir eiga í dag um 10% af öllum tveggja herbergja íbúðum í borginni. Reykjavík á í dag hlutfallslega langflestar félagslegar íbúðir.

Í tilkynningu Velferðarráðs segir: „Velferðarráð fagnar metnaðarfullri húsnæðisáætlun sem gerir ráð fyrir mikilli fjölgun félagslegra íbúða, sértækra búsetuúrræða og annarra leiguíbúða og búseturéttaríbúða á næstu árum. Slík uppbygging stuðlar að heilbrigðari húsnæðismarkaði. Mikilvægt er að önnur sveitarfélög láti sitt ekki eftir liggja þannig að vandinn leysist eins fljótt og nauðsynlegt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“