fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Segir Google eiga að taka Íslendinga sér til fyrirmyndir

Tæknirisinn gæti lært eitt og annað af Íslendingum hvað varðar jafnrétti kynjanna

Auður Ösp
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Með því að láta karlana ganga í hin hefðbundu kvennastörf er hægt að sporna við óréttlátri samkeppni í hinum hefðbundu karlastörfum og minnka launamismun án þess að skaði hagkerfið. Spyrjið bara Íslendinga, sem búa við minnsta kynjamismun í heiminum í dag.“ Þetta ritar Leonid Bershidsky, pistlahöfundur á vef Bloomberg en þar bendir hann á að netrisinn Google geti lært ýmislegt af Íslendingum þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaðnum. Bendir hann á að samkvæmt rannsókn World Economic Forum sé Ísland fremst í flokki þegar kemur að jöfnu hlutfalli karla og kvenna í stjórnunarstöðum, og sama sé uppi á tengingum þegar kemur að launajafnrétti.

Í upphafi greinarinnar vísar Berhidsky í atvik sem átti sér á dögunum þegar James Damore, starfsmaður Google var rekinn vegna minnisblaðs þar sem hann ritaði að konur væru síður til þess fallnar að sinna tækni- og verkfræðistörfum heldur en karlar. Þá ritaði Damore að kvenréttindabaráttan hefði frelsað konur en karlar væru þó ennþá bundnir við hefðbundið kynjahlutverk. Þá bætti hann við að með því „leyfa körlum að vera kvenlegri“ væri eflaust hægt að rétta af kynjahallann, enda myndu karlar þá yfirgefa störf sín í stjórnunar og tæknigeiranum og taka á sig hlutverk kvenna.

Bershidsky bendir á að Google eigi að líta til Íslands þegar kemur að fæðingarorlofi. Í dag fá mæður sem vinna hjá Google 18 vikna fæðingarorlof á launum auk þess sem þær geta tekið 12 vikur í orlof til viðbótar sem svokallaður „megin umönnunaraðili“ barnsins. Á meðan fá feður aðeins sjö vikur í fæðingarorlof. Bendir Bershidsky á að sé annað uppi á teningnum á Íslandi og hvergi sé þar finnst á megin eða auka umönnunaraðila; þar séu báðir foreldrar jafnir fyrir lögunum. Hvort foreldri um sig fær þrjá mánuði í fæðingarorlof, auk sem foreldrarnir fá þrjá auka mánuði sem hægt er að skipta á milli sín.

Þrátt fyrir þennan sveigjanleika taka íslenskar konur sér lengri tíma í fæðingarorlof heldur en karlar og bendir Berhidsky á að sú staðreynd styðji við þá fullyrðingu sem Damore setur fram á minnisblaðinu: Samfélagið lítur ennþá á karla sem fyrirvinnu heimilisins á meðan móðirin er í aðalhlutverki þegar kemur að uppeldinu.

Þá bendir Bershidsky á að netrisinn hefur jafnvel ennþá meira fjárhagslegt bolmagn heldur en íslenskra ríkið og hafi því enga afsökun til að koma ekki til móts við foreldra í fæðingarorlofi.

„Fyrirtækið hefur vel efni á því að borga feðrum full laun og veita þeim jafn langt orlof og mæðrum. Fyrirtækið getur meira að segja gengið skrefinu lengra en Ísland og gert fæðingarorlof feðra að skyldu.“

Í lokin segir hann að ef að Google og önnur tæknifyrirtæki vilji leggja sitt á vogarskálarnar í jafnréttisbaráttunni þá ættu þau að einblína á misrétti kynjanna þegar kemur uppeldishlutverkinu. „Meira að segja karlar sem vilja frekar skrifa kóða heldur en að gefa grátandi barni að borða gætu orðið þakklátir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd