fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Macron kemur upp stöðvum fyrir hælisleitendur í Líbýu

Vill koma í veg fyrir „brjálaða áhættu.“ – 2.300 hafa drukknað

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, tilkynnti á fimmtudag að Frakkar hyggist koma upp úrvinnslustöðum fyrir hælisleitendur í Norður Afríku ríkinu Líbýu í sumar.

Ferðin yfir Miðjarðarhafið til Evrópu er bæði kostnaðarsöm og hættuleg. Aðilar sem ferja fólk yfir á ólöglegan hátt eru oftar en ekki á lekum og hættulegum bátum og þúsundir hafa drukknað á leið sinni yfir hafið. Þá fylgir þessari starfsemi einnig umtalsvert smygl á varningi.

Macron segir þetta gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk taki áhættu við það að komast yfir. „Hugmyndin með stöðvunum er að koma í veg fyrir að fólk taki brjálaða áhættu þegar það á engan möguleika á að fá hæli í Evrópu. Við förum til þeirra.“

Flestir koma að landi í Ítalíu

Macron hefur sjálfur staðið fyrir friðarumleitunum í Líbýu þar sem borgarastyrjöld hefur geysað í tæp sex ár. Nýlega tókst að fá stríðsaðila að borðinu og sættast á vopnahlé. Á meðan stríð geysar í landinu er það ekki í stakk búið til að takast á við þennan straum fólks sem kemur sunnar úr álfunni.

Flestir Afríkumenn sem reyna að fá hæli í Evrópu halda út á hafið frá Líbýu. Alþjóðlega innflytjendamálastofnunin (IOM) áætlar að um 100.000 manns hafi siglt frá landinu stríðshrjáða og að minnsta kosti 2300 manns hafa drukknað á þessu ári. Flestir koma að landi í Ítalíu, sem er næst Líbýu. Til dæmis hinnar litlu eyju Lampedusa sem ræður engan veginn við strauminn. Frá Ítalíu halda svo margir til Frakklands og annarra Evrópulanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar