fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ingó veðurguð sver af sér stjórnmálaflokk: „Við erum stjórnmálaflokkur“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, þvertekur fyrir í samtali við DV að vera sá sem stendur að baki Facebook-síðunni Hægri flokkurinn þrátt fyrir skjáskot sem sýnir hann segja beint út „Við erum stjórnmálaflokkur“. Ummælin voru skrifuð við þráð Facebook-síðunnar Leikmaður les Biblíuna en þar spurði síðuhaldari um nafn þess sem stendur að baki Hægri flokknum. Svo virðist sem Ingólfur hafi ætlað að skrifa athugasemdina í nafni flokksins en hafi óvart gert það í eigin nafni.

Facebook-síða flokksins var eytt þann sama daga og ummælin féllu en Hægri flokkurinn hefur verið nokkuð virkur bæði á Facebook og í athugasemdakerfum fjölmiðla. Líkt og fyrr segir féll athugasemd Ingólfs við þráð Leikmanns les Biblíuna um dagbók „vonda fólksins“ sem má sjá hér.

Þar skrifar flokkurinn: „Það er klárlega skárra að vera vondur en að vera einfaldur og gera allt fyrir like eins og til dæmis rugludallurinn sem þetta skrifar. Væntanlega aldrei fengið virðingu annarsstaðar.“

Leikmaður fer þá fram á að sá sem þetta skrifi geri það undir nafni og þá svarar Ingólfur: „Við erum stjórnmálaflokkur. Hvað heita vinstri grænir? Við sem skrifum fyrir hönd flokksins erum aösannala [sic] að þessi háværa fasíska virtue signalling elíta er stór vandi í nútímasamfélagi. Samfélagsmiðlar hafa gert þetta að verkum að hægt er höfða til tilfinninga í stað rökhugsunar, þar ertu ásamt öðrum fremstur í flokki,“ skrifar Ingólfur.

Ingólfur segist ekki bera ábyrgð á síðunni. „Ég lækaði nú einhvern tímann síðuna og einhverja pósta en ég stóða ekki að henni. Það er ekki alveg svo gott. Það eru nokkrir sem að ég veit að hafa verið að pæla í einhverjum svona hópi en ég hef alls ekki verið að standa að baki þessu. Það er nú eiginlega langt frá því,“ segir Ingólfur.

Spurður um hvort hann telji þá skjáskotið falsað svara hann: „Ég hef nú stundum líkað við eitthvað og eitthvað kommentað en aldrei verið að segjast vera í flokknum.“ Hann segist ekki ætla að, í það minnsta á næstunni, að fara í framboð.

Líkt og fyrr segir hefur Facebook-síðu flokksins verið eytt en með aðstoð Google má þó finna nokkur ummæli sem sögð voru í nafni hans. Þau ummæli má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar