fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Óvíst hvort hælisleitandinn hafi reynt að taka eigið líf við Gullfoss

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi hefur tilkynnt að maðurinn sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan 17:00 í gær sé hælisleitandi.

Allt tiltækt viðbragðslið á svæðinu var kallað út ásamt björgunarsveitum á nærsvæðum. Þyrla landhelgisgæslunnar er notuð við leitina sem fram fór til miðnættis í gærkvöld og hófst á ný klukkan 10:00 í morgun.

Nokkrir sjónarvottar sem stóðu á útsýnispöllum gátu gefið lögreglu greinargóða lýsingu á manninum. Þá var talað við fjölmarga aðra sem voru á staðnum. Skýrslutökur standa enn yfir vegna málsins.

Lögreglan fann bifreið á bílastæðinu við Gullfoss í gærkvöld sem var tekin til rannsóknar. Þá kom í ljós að um erlendan hælisleitanda er að ræða, sem kom til Íslands fyrir nokkru síðan.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segist í samtali við DV hvorki geta staðfest né neitað að um sjálfsvíg sé að ræða. Hann segir að málið sé í skoðun og það eina sem hægt sé að fullyrða sé að ekkert bendir til þess að þetta atvik hafi orðið með saknæmum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni