fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Guðmundur Andri svarar pistli Jóns Steinars: „Viðbrögðin eru almenn ógleði; nokkurs konar uppreist ælu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. júlí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jón Steinar býr ekki við skert tjáningarfrelsi, maðurinn er sígjammandi, en hann nýtur ekki friðhelgi gagnvart viðbrögðum við því sem hann segir; hann býr ekki við það að þaggað sé niður í fólki þegar hann talar. Það eru ekki ofsóknir á hendur Jóni Steinari þegar honum er andmælt heldur virkar opið samfélag einfaldlega þannig,“ segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur í harðorðu andsvari við pistli Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara á Pressunni. Er hér tekist á um mál Robers Downey sem hefur setið af sér dóm fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn kornungum stúlkum en hlaut nýlega uppreist æru frá íslenska ríkinu sem felur meðal annars í sér að hann getur starfað að nýju sem lögmaður.

Ekkert lát er á umræðu og deilum um Robert Downey og uppreist æru hans en um helgina birti Jón Steinar, sem margsinnis hefur tjáð sig um málið, pistil á Pressunni undir fyrirsögninni „Undirheimafólkið“.

Í pistlinum segir Jón Steinar að tjáningarfrelsi teljist til einna mikilvægustu réttinda borgara en hann óttist að vegið sér að því á Íslandi í dag: „Það eru ekki stjórnvöld sem það gera heldur miklu fremur fjölmiðlar og þó allra helst fjölskrúðugur hópur undirheimafólks sem tjáir sig á netmiðlum, oft með athugasemdum við frásagnir fréttaveitna sem þar birta efni. Þetta felst í því að ráðast heiftarlega á þá sem tjá aðrar skoðanir á málefninu en þetta fólk telur hina einu réttu. Verða slíkir þá oft fyrir heiftarlegum persónulegum árásum með alls kyns athugasemdum, sem í reynd koma umræðuefninu ekkert við. Er nú svo komið að margir mætir menn veigra sér við að taka þátt í umræðum um málefni líðandi stundar af ótta við þetta lið rétttrúnaðarins sem veitist persónulega að þeim sem tjá sig,“ skrifar Jón Steinar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Jón Steinar segist hafa orðið fyrir glórulausum árásum vegna þess að hann hefur tjáð skoðanir sínar á þessu heita deiluefni og segir að þessar árásir á sig hafi orðið honum nokkur þolraun þó að hann sé kominn með þykkan skráp. Síðan skrifar Jón Steinar:

„Þessir gáfumenn mega hins vegar vel vita að ég mun aldrei láta hótanir um bit úr snákagryfjum þeirra hindra mig í að segja það opinberlega sem ég tel þörf á að segja og snertir þau málefni sem til umfjöllunar koma hverju sinni. Þetta mál er líklega gott dæmi um það ástand sem mætir menn hafa nefnt á síðustu tímum og jafnast á við beina ritskoðun. Veist er harkalega að tjáningarfrelsi þeirra sem setja fram skoðanir sem samrýmast ekki þeim rétttrúnaði og skammhugsun sem tröllríður þjóðfélaginu og margir fjölmiðlar virðast einatt taka undir.“

Jón Steinar býr ekki við skert tjáningarfrelsi: „Maðurinn er sígjammandi“

Sem fyrr segir bregst Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og landsþekktur pistlahöfundur við þessum skrifum Jóns Steinars og segir fráleitt að hörð gagnrýni á þann gjörning að veita Robert Downey uppreist æru sem og gagnrýni á skrif Jóns Steinars um málið séu aðför að tjáningarfrelsinu. Stöðufærsla Guðmundar Andra um málið á Facebook er svohljóðandi:

„Jón Steinar á fullan rétt á því að taka svari skjólstæðings síns hvar og hvenær sem honum býður svo við að horfa. En það að honum sé andmælt gerir hann ekki þar með að Emile Zola eða skjólstæðinginn að Dreyfusi. Öðru nær. Jón Steinar er ekki ofsóttur spámaður. Hann er ekki ibsensk hetja sem ber sannleikanum vitni hvað sem það kostar. Hann er verjandi ofbeldismanns. Hann er valdamaður og einn helsti áhrifamaður í íslensku samfélagi til margra ára; Skjólstæðingurinn er barnaníðingur sem fólki finnst ekki eðlilegt að fái lögmannsréttindi. Skjólstæðingurinn er ekki á fangaeyju heldur býr á Spáni og hefur fengið „uppreist æru“. Viðbrögðin eru almenn ógleði; nokkurs konar uppreist ælu. Jón Steinar býr ekki við skert tjáningarfrelsi, maðurinn er sígjammandi, en hann nýtur ekki friðhelgi gagnvart viðbrögðum við því sem hann segir; hann býr ekki við það að þaggað sé niður í fólki þegar hann talar. Það eru ekki ofsóknir á hendur Jóni Steinari þegar honum er andmælt heldur virkar opið samfélag einfaldlega þannig. Þegar fólk andmælir skoðunum hans er það ekki út af „réttrúnaði“, hvað sem það orð nú táknar, heldur út af réttlætiskennd og löngun til að taka svari barna sem beitt eru raunverulegu ofbeldi.ׅ“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd