fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fréttir

Draugamynd Ragndísar vekur óhug – Ekki er allt sem sýnist

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófáir vinir Ragndísar Hilmarsdóttur urðu logandi hræddir þegar hún deildi á sunnudaginn mynd þar sem ekki var betur séð en að sýndi draug í glugga á heimili hennar á Sauðárkróki. Margir voru á því að myndin væri „spúkí“ og var henni jafnframt deilt innan Facebook-hóps þar sem Íslendingar segja draugasögur.

Ekki er þó allt sem sýnist því í samtali við DV segir Ragndís að myndin hafi raunar verið hálfgert prakkarastrik hjá sér. „Þetta var sett inn sem smá djókur. Þannig er að litla stelpan mín átti afmæli og var öll klístruð í framan og á höndunum. Ég var með hana upp í glugga og var að sýna henni skreytingarnar í garðinum fyrir veisluna og hún klístrar allan gluggann út bæði af höndum og andliti. Ég tók ekki eftir því.

Svo daginn eftir var ég út í garði að tala við manninn minn sem var í glugganum og sá þá þetta andlit sem mér fannst svolítið krípí. Hann manaði mig að setja þetta á netið og sjá viðbrögðin sem kæmu,“ segir Ragndís og bætir við að hún finni fyrir allskonar öndum í húsinu en þeir séu sér ekkert til ama.

„Þetta var of gott til að sleppa því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“
Fréttir
Í gær

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs