fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Segir að atvikið í Newcastle hafi verið slys en ekki hryðjuverk

Þrír alvarlega slasaðir, þar af tvö börn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2017 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dipu Ahad, músímskur borgarfulltrúi í Newcastle, segir að svo virðist sem atvikið í morgun, er ekið var yfir fólk sem var að koma frá Eid-bænasamkomu, hafi verið furðulegt slys en ekki hryðjuverk. 42 ára gömul kona situr í haldi lögreglunnar en hún ók rauðum Nissan-bíl upp á gangstétt og yfir fólkið.

Sex slösuðust og þar af er ástand þriggja alvarlegt. Af þeim þremur eru tvö börn og eru þau í gjörgæslu. Lögregla hefur lýst því yfir að hún telji atvikið ekki hafa verið hryðjuverk en málið verði rannsakað nánar.

Borgarfulltrúinn Dipu Ahad mætti á vettvang. Segir hann í viðtali við Sky að fólk sé í miklu uppnámi yfir þessu en í bænahópum múslima á svæðinu sé nú beðið fyrir bata fólksins sem slasaðist. Ahad segir:

„Það varð ljóst að þetta var furðulegt slys og slys gerast. Vonandi mun enginn láta lífi en samfélagið biður fyrir þeim sem urðu fyrir áverkum i slysinu.“

Sjá fyrri frétt um málið

Nýjustu fréttir herma að konan undir stýri segist hafa verið að reyna að bremsa þegar hún ók á fólkið og hún hafi stigið á bremsuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum