fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Enskir skóladrengir mæta í pilsum til að mótmæla ströngum reglum

Stuttbuxur bannaðar – Hitabylgja í Evrópu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. júní 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drengir í ISCA skólanum í Exeter á suðvesturströnd Englands mættu í pilsum í skólann til að mótmæla stefnu skólans varðandi klæðaburð nemenda. Samkvæmt relgum skólans verða yngri drengir að klæðast síðbuxum og skóm en eldri drengir eru auk þess skikkaðir til þess að klæðast jökkum. Stuttbuxur og sandalar eru bannaðir í skólanum sem er blandaður fyrir börn á aldrinum 11-16 ára.

Á miðvikudaginn mættu 5 pilsklæddir drengir í skólann en á fimmtudaginn 50 drengir. Flestir fengu lánuð pils hjá skólasystrum sínum, enda voru öll pilsin löglegur skólabúningur ISCA. Einhverjir drengjanna komust samt í klandur og voru settir í einangrun vegna þessa. Einum nemanda var t.d. tjáð að pilsið sem hann klæddist væri of stutt. Öðrum var sagt að skipta um föt vegna þess að leggir hans væru of loðnir. Nokkrir drengir brugðu því á það ráð að raka leggi sína.

Vilja láta í sér heyra

Í viðtali við héraðsblaðið Devonlive segir Claire Reeves, móðir eins drengsins: „Stúlkur fá að vera í pilsi allt árið um kring þannig að ég tel það algerlega ósanngjarnt að drengirnir fái ekki að klæðast stuttbuxum.“ Jafnframt sagðist hún hafa miklar áhyggjur af syni sínum í hitanum, en hitabylgja hefur riðið yfir suðurhluta Bretlandseyja að undanförnu.

En mótmæli drengjanna snúast ekki einvörðungu um fatnaðinn sjálfan, heldur óréttlætið og fastheldnina sem skólayfirvöld sýna. Þeir vilja láta taka mark á sér. Sumum drengjanna finnst uppátækið einnig sniðugt og þægilegt. Þeim finnst gott að láta lofta vel um leggina á heitum sumardegi.

Drengirnir hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð við mótmælunum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Þau gætu líka haft raunveruleg áhrif því að Aimee Mitchell yfirkennari í ISCA sagði að reglur varðandi klæðnað nemenda yrðu endurskoðaðar í kjölfarið. Þó ekki án samráðs við nemendur og fjölskyldur þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum