fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Svona getur þú hjálpað Grænlendingum: Landssöfnunin „Vinátta í verki“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 19. júní 2017 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrundið hefur verið af stað landssöfnun á Íslandi vegna hamfaranna í Grænlandi sem rakin hafa verið til mikilla berghlaupa. Flóðbylgjur hafa skollið á land en sú stærsta lenti á þorpinu Nuugaatsiaq á Vestur-Grænlandi. Þar búa um fimmtíu manns. Búið er að rýma þorpið en fjögurra er enn þá saknað. Óttast er að fleiri flóðbylgjur gætu farið á land og hefur íbúum annarra þorpa verið ráðlagt að fylgjast vel með.

Landssöfnunin er á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, í samvinnu við KALAK, Hrókinn og aðra Grænlandsvini, og geta allir Íslendingar geta lagt sitt af mörkum.

„Grænlendingar eru næstu nágrannar Íslendinga og milli þjóðanna eru sterk og traust vinabönd. Þegar snjóflóðið mikla féll á Flateyri 1995 var efnt til landssöfnunar á Grænlandi og safnað hárri upphæð,“ segir í fréttatilkynningu.

Margir eiga nú um sárt að binda á Grænlandi og mikilsvert að þeir finni að Íslendingar eru þeim vinir í raun.

Allt söfnunarfé rennur óskert til neyðarhjálpar og uppbyggingar í samvinnu við sveitarfélagið og hjálparsamtök á svæðinu. Hægt er að leggja sitt af mörkum með því að leggja inn á söfnunarreikning Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334-26-056200, kt. 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd