fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Grænlendingum boðin aðstoð vegna afleiðinga flóðbylgjunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. júní 2017 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Suka K. Frederiksen, utanríkisráðherra Grænlands, ræddu fyrr í dag saman í síma vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem skall á byggðinni Nuugaatsiaq í Uummannaq-firðinum í nótt. Utanríkisráðherra vottaði grænlenska ráðherranum samúð sína vegna atburðarins og bauð fram aðstoð og stuðning íslenska ríkisins ef á þyrfti að halda. „Ég tjáði grænlenska utanríkisráðherranum að Ísland styddi Grænland og að við værum reiðubúin til að hjálpa og veita aðstoð eftir þörfum.“

Utanríkisráðherra Grænlands, sagði eftirfarandi eftir samtal ráðherranna. „Ég met mikils að starfsbróðir minn, utanríkisráðherra Íslands, skyldi hringja til mín í dag. Það er mikilsvert að íslenska ríkisstjórnin og íslenska þjóðin hugsi til okkar og bjóði fram aðstoð sína, ef þörf verður fyrir slíkt. Það er gott til þess að vita að við höfum náin tengsl og vinasamband og það sýnir að gott samstarf við nágranna okkar er mikilvægt á erfiðum stundum,“ sagði Suka K. Frederiksen.

Frederiksen upplýsti einnig að á þessari stundu væru engar vísbendingar um að erlendir ríkisborgarar eða ferðamenn væru á þeim svæðum sem verst urðu úti. Tjáði hún utanríkisráðherra Íslands einnig að grænlenska ríkisstjórnin hefði verið upplýst um kveðjur og samhug ríkisstjórnar Íslands.

Sjá nánar um náttúruhamfarirnar á Grænlandi í hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði