fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Vilhjálmur illur út af 20 milljónum: Bónus fyrir að mæta í vinnuna – Hræsni og rugl

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 14. júní 2017 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er reiður eftir að hafa lesið Markaðinn í Fréttablaðinu í morgun. Þar er greint frá því að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk hvorki meira né minna en 20 milljónir í bónus fyrir að yfirgefa ekki sjóðinn á fjögurra ára samningstíma. Framtakssjóðurinn var stofnaður árið 2009 af sextán Lífeyrissjóðum og eru þeir enn í dag helstu eigendur.

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins segir í samtali við Markaðinn:

„Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016.“

Þorkell segir að þetta hafi verið gert til að reyna halda henni hjá sjóðnum. Í ársreikning kemur fram að Herdís fékk frá lífeyrissjóðunum greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi. Þá hækkuðu laun starfsmanna um 13,5 prósent á milli ára.

Vilhjálmur Birgisson sem oft hefur gagnrýnt lífeyrissjóðina er ómyrkur í máli og segir í pistli á Pressunni nauðsynlegt að „skoða þetta rugl sem er í kringum lífeyrissjóðina en það kostar um eða yfir 10 milljarða að reka lífeyriskerfið á ári.

Hér er til dæmis verið að greiða framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands 20 milljóna mætingarbónus fyrir það eitt að hafa náð að vinna fyrir sjóðinn í 3 ár!“

Vilhjálmur bætir við:

„Í þessu samhengi er mikilvægt að átta sig á því að það eru íslensku lífeyrissjóðirnir sem eiga upp undir 70% í Framtakssjóði Íslands.

Það kemur líka fram í þessari frétt að fjórir starfa hjá Framtakssjóði og námu laun þeirra 135 milljónum eða tæpum 3 milljónum á mann á mánuði.“

Vilhjálmur sakar einstaka fulltrúa hjá Samtökum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar um hræsni sem tali um mikilvægi þess að beisla launahækkanir til að ógna ekki stöðugleika. Vilhjálmur segir:

„Eins og allir vita eru það fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar sem stjórna lífeyrissjóðunum. Það er líka grátbroslegt að þessir aðilar standa síðan á öllum torgum og öskra það þarf að stöðva „höfrungahlaupið“, en það á bara að gilda um almennt verkafólk og iðnaðarmenn.“

Þá segir Vilhjálmur að lokum:

„Spurning að hafa aðalkröfu á Samtök atvinnulífsins í næstu samningum alvöru mætingabónus fyrir allt verkafólk sem drýgir þá „hetjudáð“ að ná þriggja ára starfstíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd