fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
FókusFréttir

Presturinn sem valdi að deyja frekar en kveljast: „Í dag er síðasti dagurinn minn í þessu lífi“

Tilfinningaþrungið myndband sýnir síðustu augnablikin í lífi John Shields

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Shields, 78 ára gamall prestur, greindist með alvarlegan taugasjúkdóm árið 2015. Hann vissi sem var að hægt og bítandi myndi hreyfigeta hans minnka og áður en yfir lyki myndi hann lamast. Hann tók því þá ákvörðun að deyja með aðstoð heilbrigðisstarfsfólks og þar sem líknardráp eru lögleg í Kanada leitaði hann þangað. New York Times fékk að fylgjast með síðustu andartökunum í líf hans.

Fór á eigin forsendum

Shields lést þann 24. mars síðastliðinn í Viktoríufylki en tæpum tveimur árum áður hafði hann greinst með mýlildi, útfellingu prótína í vefjum líkamans. Shields fann að heilsu hans hrakaði stöðugt og þar sem hann vildi kveðja áður en hann yrði ósjálfbjarga með öllu ákvað hann að leita til Kanada með það að marki að deyja á eigin forsendum.

Óhætt er að segja að umfjöllun New York Times hafi hreyft við mörgum enda virtist Shields vera tilbúinn til að kveðja hið jarðneska líf. Hann sló á létta strengi og sýndi ótrúlegt æðruleysi þegar hann horfðist í augu við dauðann. „Í dag er síðasti dagurinn minn í þessu lífi,“ sagði hann í upphafi myndbandsins en brot úr því má sjá hér að neðan.

Vildi viðhalda reisn

Í viðtalinu við New York Times sagði Shields að hann teldi að eitt það mikilvægasta sem hann gæti gert væri að viðhalda reisn sinni og virðuleika. Þessa ákvörðun, að deyja, hefði hann einnig tekið fyrir sína nánustu aðstandendur sem þyrftu ekki að hafa áhyggjur af versnandi heilsu hans.

Upp komst um sjúkdóminn þegar Shields missti meðvitunda haustið 2015 þegar hann var að aka bifreið sinni. Bifreiðin endaði á tré en síðar kom í ljós að sjúkdómurinn varð þess valdandi að hjarta hans stöðvaðist í stutta stund. Gangur sjúkdómsins er einmitt þannig að vöðvar líkamans lamast og áður en yfir líkur hættir hjartað að slá.

Vingast við dauðann

„Við erum að vingast við dauðann,“ sagði eiginkona Johns, Robin June Hood, í viðtali við blaðið. Kvöldið áður en John kvaddi var haldin veisla honum til heiðurs þar sem nánustu aðstandendur komu saman í mat og drykk. John borðaði sinn uppáhaldsmat, spjallaði við vini og kunningja og skiptist á bröndurum. Eftir að gleðskapnum lauk kvaddi John og vinkaði bless. Morguninn eftir fékk hann banvæna blöndu af lyfjum í líkama sinn.

Kanadamenn lögleiddu líknardráp sumarið 2016 en einstaklingar sem undir það gangast þurfa að vera haldnir ólæknandi sjúkdómum.

Myndbandið frá New York Times má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði