fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Nítján ára piltur tekinn með pakka af MDMA í pósthúsinu í Mjódd

Pilturinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Hjálmar Friðriksson
Sunnudaginn 28. maí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piltur fæddur árið 1997 hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa flutt til Íslands 208 stykki af MDMA í pakkasendingu frá Hollandi.

Í dómi hans kemur fram að tollverðir fundu sendinguna við eftirlit í póstmiðstöðinni við Stórhöfða í Reykjavík. Lögregla skipti fíkniefnunum út fyrir gerviefni. Pilturinn var handtekinn þegar hann sótti sendinguna á pósthúsið í Mjódd þann 20. október síðastliðinn.

Pilturinn var auk þessa dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni bitvopn með blaði lengra en 12 cm og ríflega eitt gramm af kannabis. Hann játaði brot sín og hefur ekki áður gerst sekur um refsiverð brot. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í málinu á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni