fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Átta ára stúlka lést í hryðjuverkaárásinni í Manchester

Móðir hennar veit ekki að hún er dáin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. maí 2017 07:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saffie Rose Roussos var aðeins 8 ára þegar hún lést á mánudagskvöldið þegar sjálfsvígssprengjumaðurinn Salman Abedi lét til skara skríða á tónleikum Ariana Grande í Manchester Arena. Lífi þessarar litlu stúlku lauk því áður en það náði að hefjast fyrir alvöru. Móðir hennar veit ekki að litla dóttir hennar er dáin en hún berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Manchester. Systir Saffie liggur einnig slösuð á sjúkrahúsi en er þó ekki í lífshættu að sögn.

Eins og margar aðrar ungar stúlkur dreymdi Saffie um að fara á tónleika með Ariana Grande og sá draumur rættist síðastliðinn mánudag. En draumurinn varð að martröð, sprengja var sprengd og fjölskylda Saffie upplifði það versta sem hægt er að hugsa sér. Þau misstu Saffie og móðir hennar og systir slösuðust alvarlega.

Breskir fjölmiðlar segja að móðir Saffie, Lisa Roussos, sé í lífshættu og liggi á sjúkrahúsi. Eldri systir Saffie, Ashlee Bromwich, er einnig mikið slösuð og liggur á öðru sjúkrahúsi. Daily Mail hefur eftir nágranna fjölskyldunnar að Lisa sé á gjörgæsludeild og að ástand hennar hafi ekki enn leyft að hún fái þær hryllilegu fréttir að litla dóttir hennar sé dáin.

Faðir Saffie kom að Manchester Arena til að sækja mæðgurnar en fékk þá þær fréttir að eiginkona hans væri mikið slösuð og í lífshættu, að elsta dóttir hans væri slösuð og sú yngsta, Saffie, væri týnd. Skömmu síðar fékk hann að vita að Saffie var dáin.

Nágrannar segja að Saffie hafi verið glöð og yndisleg lítil stúlka sem brosti alltaf.

„Hún hafði allt til að lifa fyrir og það var tekið frá henni. Af hverju? Foreldrar hennar eru venjulegar, heiðvirðar manneskjur, fólk sem hefur unnið hörðum höndum allt sitt líf og nú hefur þetta viðbjóðslega úrhrak eyðilagt fjölskylduna.“

Sagði nágranni Roussos fjölskyldunnar um þenna hryllilega harmleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði