fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Velkominn í hópinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. maí 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ásgeir Jóhannesson brosir væntanlega út að eyrum þessa dagana enda úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu á fimmtudag að íslenska ríkið hefði brotið gegn honum þegar hann var dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna skattalagabrota í rekstri Baugs. Áður hafði Jón Ásgeir verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir sömu brot. Með niðurstöðu Mannréttindadómstólsins kemst Jón Ásgeir í, ekki svo fjölmennan, hóp Íslendinga sem unnið hafa mál fyrir dómstólnum. Meðal þeirra eru Erla Hlynsdóttir blaðamaður, sem í þrígang hefur unnið mál á hendur íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstólnum. Erla hefur því skilning á líðan Jóns Ásgeirs. Á Facebook-síðu sinni sendir hún honum enda eftirfarandi kveðju: „Velkominn í hópinn, Jón Ásgeir“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Í gær
Hera úr leik