fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu misfórst

Sprakk eftir að hafa tekist á loft – Bandaríkjamenn og Kínverjar ósáttir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. apríl 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld Norður-Kóreu skutu upp eldflaug í gærkvöldi sem sprakk skömmu eftir að hún tókst á loft. Bandaríkjaforseti lýsir yfir óánægju sinni á ítrekuðum eldflaugatilraunum. BBC greinir frá þessu á vef sínum.

Eldflauginni var skotið upp á tilraunasvæði í sunnanverðri Pyeongan-sýslu skammt frá höfuðborginni Pyongyang, að því er heimildir frá Suður-Kóreu herma. Eldflaugin sprakk skömmu eftir flugtak og dreif ekki út yfir landamæri Norður-Kóreu.

Donald Trump er uggandi yfir stöðu mála og segir tilraunina stangast algerlega á við beiðni kínverskra stjórnvalda. Hann skrifaði í Twitter-færslu í gær að „Norður-Kórea hefði vanvirt óskir Kínverja og hins virta forseta þeirra með eldflaugaskotinu.“

Trump fundaði nýverið með forseta Kína, Xi Jinping. Hann hrósaði honum fyrir að leggja hart að sér við að reyna að halda aftur að eldflauga- og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu.

Tilraunin í gærkvöldi var framkvæmd fáeinum klukkustundum eftir að öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ræddi um eldflaugaáætlun Norður-Kóreu og ógn hennar við alþjóðasamfélgið.

Togstreitan á Kóreuskaga hefur aukist upp á síðkastið, en bæði Norður- og Suður-Kórea standa í heræfingum.

Samkvæmt frétt BBC er talið að Norðu-Kóreumenna séu að kappkosta að þróa fyrirferðarminni kjarnorkusprengjur, sem hægt sé að koma fyrir á langdrægum eldflaugum. Þeim sé síðan ætlað að geta drifið til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“