fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Rakel hættir hjá Hringbraut

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 28. apríl 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar, hefur látið af störfum hjá fjölmiðlafyrirtækinu í kjölfar breytinga á eignarhaldi miðilsins. „Ég hætti öllum afskiptum af félaginu í lok mars síðastliðnum. Það var allt í mesta bróðerni,“ segir Rakel í samtali við DV.

Um miðjan júlí 2016 var tilkynnt að fjárfestirinn Jón Von Tetzhner hefði keypt stóran hlut í Hringbraut og að Rakel ætti einnig orðið 16 prósenta hlut í fyrirtækinu. Jón væri þar með orðinn stærsti eigandi fyrirtækisins á eftir Guðmundi Erni Jóhannssyni. Þess má geta að Jón er einnig í eigendahópi Spyr.is en Rakel er stofnandi þess fyrirtækis og einn af eigendum.

Í frétt Morgunblaðsins á fimmtudaginn kom fram að Jón væri horfinn úr eigendahópnum eftir stutta viðveru. Áðurnefndur Guðmundur Örn ætti nú 65 prósenta hlut í félaginu og félagið Saffron Holding ehf., sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar, ætti 19 prósenta hlut. Þá ætti Rakel enn sinn 16 prósenta hlut. „Sá eignarhlutur er í söluferli,“ segir Rakel en upplýsir ekki frekar hver mögulegur kaupandi er.

Í sömu frétt Morgunblaðsins kemur fram að boðað hafi verið til hluthafafundar Hringbrautar á þriðjudag í næstu viku og þar séu frekari breytingar á eignarhaldinu í farvatninu. Herma heimildir blaðsins að líklegt sé að hlutur Saffron Holding muni aukast verulega frá því sem nú er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram