fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Verjandi Thomasar fær 2 vikna viðbótarfrest

Gæti óskað eftir dómskvöddum matsmönnum

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verjandi Thomasar Møller Olsen, sem grunaður eru um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í janúar, var síðdegis í dag veittur tveggja vikna viðbótarfrestur til að fara yfir gögn í málinu. Þá var Thomas úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 23. maí næstkomandi.

Óskað eftir dómkvöddum matsmönnum

Næsta fyrirtaka í málinu verður þann 9. maí næstkomandi. Dómari í Héraðsdómi Reykjaness upplýsti jafnframt við fyrirtökuna í dag að verjandi Thomasar kynni að óska eftir dómkvöddum matsmönnum. Ekki hefur verið greint frá því hvað mennirnir eiga að meta.

Í ákærunni gegn Thomasi, sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 10 apríl síðastliðinn, segir að höfða beri sakamál í Héraðsdómi Reykjaness á hendur Thomasi fyrir fyrir manndráp með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar svipt Birnu Brjánsdóttur lífi.

Varpað í sjó eða vatn

Þar segir að ákærði hafi veist að Birnu í bifreið af gerðinni KIA RIO sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðahöfn og/eða á öðrum óþekktum stað, slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar og í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn, allt með þeim afleiðingum að Birna hlaut punktblæðingar í augnlokum, táru og glæru augnlokanna og innanvert á höfuðleður, þrýstingsáverka á hálsi, þar á meðal brot í skjaldkirtilsbrjóski, nefbrot og marga höggáverka á andlit og höfuð og drukknaði.

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Einnig er Thomas ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot fyrir að hafa til umráða rúmlega 20 þúsund grömm af kannabisefnum sem hann hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og að fíkniefnin verði gerð upptæk.

Af hálfu foreldra Birnu er þess krafist að ákærði greiði þeim miskabætur að upphæð 10.550.000 hvor, ásamt vöxtum. Einnig er þess krafist að ákærði greiði útfararkostnað að fjárhæð kr. 761.101 ásamt vöxtum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi