fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ætlar að endurheimta metið og klífa Everest 85 ára gamall

Min Bahadur Sherchan segir að ekkert stoppi sig nú, nema hugsanlega veðrið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fimm ár átti Min Bahadur Sherchan metið fyrir að vera elsti maður í heimi til að klífa Everest-fjall. Hinn nepalski Sherchan var 76 ára gamall þegar hann toppaði fjallið árið 2008 en í maí 2013 sló áttræði japanski fjallagarpurinn Yuichiro Miura metið. Nú hefur Sherchan hins vegar sett stefnuna á að endurheimta metið, 85 ára að aldri.

„Ég vil verða elsta manneskjan til að klífa Everest aftur til að veita mannkyninu innblástur, jafnt ungum sem öldnum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Serchan.

„Skilaboðin verða að aldur en engin fyrirstaða. Þú getur látið drauma þína rætast.“

Hinn 85 ára gamli Nepali hefur sett stefnuna á að klífa tindinn í næsta mánuði, en þá eru veðurskilyrði þar jafnan hagstæð.

Sherchan segir að hann eigi ekki við nein heilsuvandamál að stríða og það eina sem stoppi hann nú sé hugsanlega veðrið.
Í toppstandi Sherchan segir að hann eigi ekki við nein heilsuvandamál að stríða og það eina sem stoppi hann nú sé hugsanlega veðrið.

Mynd: EPA

Serchan vildi reyna strax árið 2013 að klífa Everest á ný en þurfti frá að hverfa vegna fjárhagsvandræða. Síðast reyndi hann árið 2015 en þá var hætt við ferðina vegna mannskæðra snjóflóða sem urðu 19 manns að banda sem frægt er orðið.

„Ég trúi því að þetta muni takast að þessu sinni. Eina vandamálið sem mögulega gæti komið upp er veðrið, ég glími ekki við nein vandamál sem stoppa mig.“

Serchan er stórhuga og lýsir því yfir að ef hann endurheimtir metið sitt muni hann berjast fyrir heimsfriði og meðal annars heimsækja átakasvæði í Sýrlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði