fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Vitni elti árásarmanninn – Lögreglan þakkar skjót viðbrögð

Þótti hegða sér grunsamlega og var með glerbrot á fötum sínum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. apríl 2017 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra barna faðir frá Úsbekistan er í haldi lögreglu vegna árásarinnar í Stokkhólmi í gær. Maðurinn sem er 39 ára gamall var handekinn í Märsta sem er úthverfi fyrir norðan höfuðborgina. Maðurinn hefur birt stuðningsmyndbönd við ISIS á Facebook síðu sinni og líkað við mynd af blóðugu fólki eftir spreninguna í Boston maraþoninu.

Maðurinn var handtekin einungis sex klukkutímum eftir árásina. Heimildamaður segir að vitni hafi kannast við manninn af myndum frá lögreglunni og látið lögreglu vita. Eitt vitnið tók eftir grunsamlegri heðgum mannsins í lest á leið til Märsta, hann virkaði órólegur og var með glerbrot á fötum sínum. Annað vitni sjá manninn í Märsta, elti hann að bílnum hans og lét lögreglu vita. Lögreglan segir að án þessara vitna hefði maðurinn ekki náðst eins fljótt og raunin er.

Fjórir eru látnir eftir árásina. Samkvæmt nýjustu fréttum liggja nú 10 manns á sjúkrahúsi eftir að maðurinn keyrði inn í mannfjölda í Stokkhólmi, þar af eru fjórir alvarlega slasaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“