fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Hálkublettir víða um land

Veður fer hlýnandi eftir hádegi

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skil nálgast nú landið úr suðvestri með vaxandi austanátt og snjókomu eða slyddu. Suðlægari vindur og rigning sunnan- og suðvestantil síðdegis og hlýnar. Slydda allra nyrst á morgun, en annars smáskúrir og milt í veðri. Ákveðin norðaustanátt norðantil á landinu annað kvöld og slydda eða snjókoma, en hægari vindur og rigning í öðrum landshlutum. Dregur síðan úr vindi og úrkomu á föstudag.

Suðlæg átt og rigning

Þetta kemur fram í frétt á Veðurstofu Íslands. Þar segir janframt að von sé á snjókomu eða slyddu vestanlands með morgninum en norðan- og austantil eftir hádegi. Heldur hægari suðlæg átt og rigning eða súld sunnan- og suðvestantil síðdegis og hlýnar.

Austan og norðaustan 8-13 nyrst á landinu á morgun og slydda, en annars suðlæg átt 5-10 og smáskúrir. Norðaustan 8-15 norðantil og slydda eða snjókoma annað kvöld, en annars hægari suðaustlæg átt og rigning. Hiti kringum frostmark norðantil, en hiti 2 til 8 stig sunnantil.

Hálkublettir

Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og víða á Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu. Vegir á Suðurlandi eru að mestu greiðfærir þó er eitthvað um hálkublettir s.s. á Hellisheiði og Mosfellsheiði.

Hálkublettir eða snjóþekja er víða á Vesturlandi.Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru lokaðar, einnig er ófært í Árnesshrepp.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða hálkublettir. Flughálka er á milli Varmahlíðar og Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi er hálka á Öxnadalsheiði. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á örðum leiðum. Éljagangur er mjög víða. Þungfært er á Hófaskarði.

Það er greiðfært að mestu á Austurlandi en hálkublettir eru á flestum fjallvegum. Greiðfært er með Suðausturströndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði