fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Jóhann Björn beittur harðræði á Litla-Hrauni – Fangavörður sendur í leyfi

Eini útigangsmaðurinn á Selfossi – „Ég er ekki glæpamaður“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 31. mars 2017 15:30

Eini útigangsmaðurinn á Selfossi - „Ég er ekki glæpamaður“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég man lítið eftir þessu en ég finn fyrir afleiðingunum. Ég er enn aumur í skrokknum eftir barsmíðarnar,“ segir Jóhann Björn Guðmundsson, fangi á Litla-Hrauni, sem varð fyrir fólskulegri meðferð fangavarðar í byrjun árs. Atvikið var talið það alvarlegt að kæra var send til lögreglu sem rannsakar málið. Málið er rannsakað sem sakamál þar sem fangavörðurinn er gerandi og Jóhann brotaþoli.

Fangaverðinum var umsvifalaust vikið frá störfum auk þess sem þrír aðrir fangaverðir eru grunaðir um að hafa hylmt yfir með gerandanum og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þess.

Líður illa á Litla-Hrauni

Jóhann Björn hefur um langt skeið glímt við alvarlegt áfengisvandamál og var í óminnisástandi þegar fangavörðurinn lagði á hann hendur. Honum líður illa inni á Litla-Hrauni. „Það er erfitt að upplifa þessa frelsissviptingu og mér finnst ekki að ég eigi heima hér. Ég er ekki glæpamaður, ég er alkóhólisti,“ segir Jóhann Björn í samtali við DV.

Hann hefur hlotið nokkra dóma sem alla má rekja til óhóflegrar áfengisneyslu. „Ég hef þurft að greiða sektir vegna óspekta á almannafæri og hlaut núna síðast fangelsisdóm í nokkra mánuði. Það finnst mér ansi hörð refsing. Ég hef reynt að fá að komast frekar í meðferð en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Jóhann Björn.

Jóhann Björn er fæddur og uppalinn á Suðurlandi. Hann gerðist bóndi aðeins 23 ára gamall, kvæntist og eignaðist börn. Upp úr sambandinu slitnaði en alls á Jóhann Björn fimm börn með þremur konum. Þá starfaði hann um langt skeið sem tamningamaður og er margverðlaunaður sem slíkur. „Tamningarnar snúast að miklu leyti um að geta haldið ákveðnum takti. Ég spilaði á trommur sem krakki og er því ágætlega taktviss. Það er lykillinn,“ segir Jóhann Björn og nýtur þess greinilega að rifja upp gamla tíma. Hann hélt sér að mestu edrú í mörg ár en slys fyrir rúmum áratug gerði að verkum að hann datt af beinu brautinni. Bakkus hefur haft yfirhöndina síðan.

Kostnaður fyrir samfélagið

Undanfarin ár hefur Jóhann Björn verið eini heimilislausi íbúinn á Selfossi. „Ég er af góðu fólki kominn og á marga fjölskyldumeðlimi á Selfossi. Ég held að ég sé almennt vel liðinn í bænum og ég reyni að koma vel fram við fólk þrátt fyrir erfiðleikana sem ég glími við. Það þekktu mig allir í bænum en það hefur breyst undanfarin ár,“ segir Jóhann Björn. Hann segir að aukinn fjöldi aðkomumanna og útlendinga sem starfi í verslunum bæjarins hafi gert honum erfitt um vik.

„Ég geri engum mein og það vissu allir. Núna má ég varla rölta framhjá verslunum þá er lögreglan kölluð til. Áður fyrr leystu lögreglumennirnir málið með lagni en ungir afleysingamenn í dag taka á málunum af of mikilli hörku. Það er dýrt fyrir samfélagið að einhver fyllerísvitleysa fari í gengum allt dómskerfið og endi með því að ég sé dæmdur í fangelsi,“ segir Jóhann Björn.

Hann bendir á að mörg hundruð einstaklingar séu á biðlista um að hefja afplánun, í flestum tilvikum einstaklingar sem hafi gerst sekir um verri glæpi en hann og séu jafnvel hættulegir samfélaginu. „Ég hef ekki gert neinum mein, nema sjálfum mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar