fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ekkert heyrist frá heilsuleikskólanum vegna mengunar en foreldrafélagið sættir sig ekki við ástandið

Heilsuleikskólinn Heiðarsel er í mikilli mengunarhættu – Leikskólastjórinn gift framkvæmdastjóra hjá United Silicon – Sagðist ekki tengjast kísilmálmverksmiðjunni á neinn hátt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. mars 2017 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við lýsum yfir þungum áhyggjum af mengun frá kísilveri Sameinaðs Sílikons hf. Í Helguvík. Heiðarsel og Heiðarskóli, ásamt hluta byggðar í Reykjanesbæ, eru staðsettir á svokölluðu þynningarsvæði verksmiðjunnar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn foreldrafélaga heilsuleikskólans Heiðarsels og stjórn foreldrafélags Heiðarskóla en undir hana rita tólf foreldrar barna í umræddum leik- og grunnskóla. Yfirlýsingin var send á alla foreldra barna í Heiðarseli og Heiðarskóla.

Það sem vekur athygli er að engar upplýsingar hafa borist frá heilsuleikskólanum Heiðarseli til foreldra varðandi umrædda mengun sem, samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar, getur í „ákveðinni vindátt“ náð til byggðar og yfir bæði grunnskólann Heiðarskóla, þar sem eru um 400 nemendur, og leikskólann Heiðarsel, þar sem tæplega 100 börn eru vistuð. DV hafði samband við leikskólastjóra Heiðarsels þegar í ljós kom að um sextán mismunandi krabbameinsvaldandi efni, sjö þungmálmar og brennisteinn hafi mælst í sérstakri mælistöð sem er rúmlega sex hundruð metra frá leikskólanum.

Óskað var eftir viðbrögðum leikskólastjórans vegna alvarleika málsins.

Sagðist ekkert hafa orðið var við mengun

Leikskólastjórinn, Hanna Málfríður Harðardóttir, brást ókvæða við og vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið: „Ég vill ekkert að þú sért að gera einhverja frétt úr einhverri sögn frá mér. Ætlar þú að hafa eitthvað eftir mér í einhverri frétt? Ég vill ekkert að þú gerir það. Ætlar þú að segja að leikskólastjóri hefur áhyggjur af? Þetta er ekki neitt sem við höfum orðið var við hér?“

Tengist þú verksmiðjunni á einhvern hátt? Ég skil ekki alveg þennan tón í röddinni þinni?

„Nei. Ég skil ekki hvert þú ert að fara?“*

Ég var að útskýra fyrir þér að leikskólinn er á þynningarsvæði og eiturefnið arsen, sem hefur gríðarleg áhrif á heilsufar og þroska barna, og ég er að spyrja þig hvort þú hafir ekki áhyggjur af þessu?

„Auðvitað er þetta áhyggjuefni.“

Hvað ertu með mörg börn á leikskólanum hjá þér?

„Það eru 94 börn hér. Ég er bara búinn að vera eitt leikskólaár og veit ekki hvernig á undan hefur gengið,“ sagði Hanna Málfríður.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Hanna Málfríður hafði sagt ósatt þegar hún sagði við blaðamann að hún tengdist ekki verksmiðjunni á neinn hátt en hún er gift Kristleifi Andréssyni, framkvæmdastjóra öryggis- og umhverfissviðs United Silicon. Hún tengdist því verksmiðjunni þrátt fyrir að hafa sagt blaðamanni annað.

Stæk brunalykt inni í leikskólanum

Þá ber þess að geta að samkvæmt öruggum heimildum DV hefur stæk brunalykt oftar en einu sinni umlukið leikskólann og sagði einn heimildarmaður DV að hann teldi öruggt að lyktin hefði borist inn í hann einnig. Hanna Málfríður sagði á móti að hvorki hún né starfsfólk skólans hefðu ekki orðið var við mengun af neinu tagi.

Einnig skal því haldið til haga að sama dag og DV birti frétt um umrædda arsen-mengun sem berst frá verksmiðjunni barst upplýsingapóstur til allra foreldra barna í leikskólanum Heiðarseli og barst hann rétt fyrir klukkan þrjú á föstudaginn. Ekki var þar einu orði minnst á mögulega hættu vegna mengunar frá verksmiðjunni.

Foreldrar í foreldrarfélögum í Reykjanesbæ eru áhyggjufullir og ákváðu að taka málin í sínar hendur vegna ástandsins. United Silicon sendi frá sér tilkynningu þar sem sagt var að rétt væri að skoða aðra möguleika sem hugsanlega mengunarvalda. Umhverfisstofnun svaraði tilkynningunni á þá leið að ekki kæmu aðrir til greina. [Þá hefur Ásmundur Friðriksson]http://www.dv.is/frettir/2017/3/28/asmundi-er-illa-brugdid-og-bidur-thjodina-afsokunar/) þingmaður Sjálfstæðisflokksins boðið þjóðina afsökunar á að hafa greitt götu fyrirtækisins.

Í fréttatilkynningu frá foreldrafélögunum segir:

„Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunnar virðist gildi arsens, sem er eitrað efnasamband, langt yfir þeim mörkum sem gefin eru upp í mati á umhverfisáhrifum, eða allt að tuttugufalt meira. Í þessu ljósi taka stjórnir foreldrafélaga skólanna undir með bæjarstjórn Reykjanesbæjar, og telja óásættanlegt annað en að starfsemi kísilversins verði stöðvuð á meðan úrbætur á mengunarvörnum fara fram.“

Þá segir einnig í niðurlagi yfirlýsingarinnar að samfélagið eigi ætíð að fá að njóta vafans:

„Okkur er umhugað um velferð nemenda og starfsfólks skólanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum