fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Norðmenn ráða starfsmann sem hefur það eina verkefni að útrýma einelti í skólum

Um er að ræða nýjung eftir að tilraunaverkefni gaf góða raun

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í Osló hafa ráðið starfsmann sem mun hafa það eina hlutverk að uppræta einelti meðal barna í skólum borgarinnar. Um er að ræða nýjung í Noregi en áður hafði tilraunaverkefni gefið góða raun.

Starfsmaðurinn sem mun hafa yfirumsjón með málaflokknum heitir Kjerstin Owren og er fyrrverandi aðstoðarskólastjóri í grunnskóla einum í Osló. Hún var ráðin úr hópi 116 umsækjenda, að því er norskir fjölmiðlar greina frá.

Óhætt er að segja að starfið sem Kjerstin tekur að sér sé viðamikið en hún mun halda fyrirlestra fyrir nemendur í leik- og grunnskólum borgarinnar, gefa skólastjórnendum ráð um hvernig er best að standa að fyrirbyggjandi fræðslu gegn einelti og verða foreldrum þeirra barna – og börnunum sjálfum – sem sæta einelti innan handar.

Í samtali við NRK segir Kjerstin að markmið hennar sé að verða aðgengileg fyrir alla nemendur í Osló.

„Ég þarf að vera sýnileg. Það verður að vera auðvelt fyrir börnin og unga fólkið að komast í samband við mig og hvaða þætti þau geta fengið ráðleggingar um,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd