fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Vildum óska þess að pabbi væri með okkur í dag en svo er því miður ekki“

„Pabbi, loksins er komið að því!“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 24. febrúar 2017 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við systkinin getum loksins fagnað því að mannorð þitt verður hreinsað,“ segir Hafþór Sævarsson á Facebook-síðu sinni og en færsla hans hefst á þessum orðum:

„Pabbi, loksins er komið að því!“

Endurupptökunefnd hefur birt úrskurði sína er varða mál sexmenninganna sem dæmd voru fyrir aðild sína að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Fallist er á að taka eigi upp dóma í málum þeirra Sævars Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíusonar, Guðjóns Skarphéðinssonar, Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar en ekki dóm í máli Erlu Bolladóttur.

Sævar eignaðist fimm börn en þau heita Júlía Marinósdóttir, Hafþór Sævarsson, Sigurþór Sævarsson, Victor Blær Jensen, Lilja Rún Jensen. Hafþór segir að málið hafi litað tilveru þeirra allra og segir hann að ekki sé mögulegt að útskýra þá upplifun í orðum að hafa fæðst inn í „þetta ranglæti.“

„Faðir okkar barðist alla ævi fyrir sannleikanum í þessum málum og að sakleysi hans yrði viðurkennt. Mannshvörf tveggja manna voru misnotuð af rannsóknaraðilum. Við vildum óska þess að pabbi væri með okkur í dag en svo er því miður ekki.

Endurupptökunefnd fellst á að Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem aldrei voru dómtæk mál, verða tekin upp að nýju. Þá fellst nefndin ekki á að taka upp rangar sakargiftir á þessum tímapunkti; þær falla um sig sjálfar með sýknudómi. Kærar þakkir, þið öll sem hafið stutt okkur allan þennan tíma.

Til hamingju pabbi, barátta þín og seigla hefur loksins skilað sér í endurupptöku. Réttlætið sigrar að lokum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“