fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Drónaflug bannað í miðbænum

Drónaflug hærra en hæstu hús eru hér með háð leyfi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. febrúar 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óheimilt er að fljúga dróna hærra en í 130 metra hæð án sérstaks leyfis frá Samgöngustofu. Frá þessari ákvörðun stofnunarinnar er sagt í tilkynningu. Þar segir að mjög hafi verið kallað eftir reglum um flug dróna. Ákvörðunin nær til allra dróna, eða fjarstýrðra loftfara.

Fram kemur að lögregla og aðrir viðbragðsaðilar séu undanþegnir þessari hæðartakmörkun sem og þeir sem stunda rannsóknarflug í vísindaskyni. Stofnunin hefur einnig ákveðið að drónaflug í nágrenni flugvalla sé háð leyfi rekstraraðila viðkomandi vallar. Radíusinn er tveir kílómetrar fyrir áætlunarflugvelli en 1,5 kílómetrar um aðra flugvelli. Þetta hefur í för með sér að drónaflug er bannað í miðbæ Reykjavíkur, Hlíðunum, Kársnesi og víðar, nema með leyfi rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar.

Fram kemur að þrátt fyrir þessa takmörkun sé heimilt að fljúga dróna án leyfis ef þeir fara ekki hærra en hæstu mannvirki í næsta nágrenni.

Í tilkynningunni segir að ákvörðun Samgöngustofu gildi þar til reglugerð um notkun og starfrækslu dróna hefur fengið samþykki ráðherra. Slík reglugerð sé í vinnslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum