fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Nabakowski-bræður dæmdir í fangelsi fyrir skotárás í Breiðholti

Báðir dæmdir í rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt bræður í fangelsi fyrir aðild að skotárás við Leifasjoppu í Iðafelli í Breiðholti í ágúst í fyrra. Marcin Nabakowski var dæmdur í tveggja ára og sjö mánaða fangelsi en bróðir hans, Rafal Nabakowski, var dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi.

RÚV greinir frá þessu.

Sýknaður af ásetningi

Marcin var ákærður fyrir að skjóta á bíl fyrir utan sjoppuna og stefna þannig lífi fólks í bílnum í hættu. Rafal var sakfelldur fyrir að stefna lífi og heilsu annarra í augljósan háska með því að hleypa af skotvopni. Hann var hins vegar sýknaður af ásetningi brotsins, að því er RÚV greinir frá. Gæsluvarðhald sem bræðurnir hafa sætt síðan í ágúst í fyrra dregst frá refsidómnum.

Hleypt af byssu í kjölfar hópslagsmála

Líkt og DV greindi frá í fyrrasumar barst lögreglunni tilkynning um tvo skothvelli í Fellahverfinu um hálfníuleytið að kvöldi föstudagsins 5. ágúst. Hleypt var af haglabyssu í átt að rauðri Yaris-bifreið í kjölfar hópslagsmála milli tveggja hópa.

Við tóku umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Fréttir af skotárásinni vöktu óhug hjá íbúum í Breiðholti og fram kom að lögregla teldi atvikið tengjast deilum innan þröngs hóps.Rúmlega þrjátíu einstaklingar eru taldir hafa tekið þátt í áflogunum en hópurinn tvístraðist þegar skotið var af byssunni og í kjölfarið mætti lögregla og víkingasveit á svæðið. Annar bróðirinn var handtekinn þann 6. ágúst og hinn þann 8. ágúst. Í kjölfarið voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Viðurkenndu að hafa skotið sitthvoru skotinu

Maður og kona voru í bílnum sem skotið var á. Fyrir dómi var stuðst við vitnisburð konunnar sem var í bílnum sem skotið var á en hún sagði að það hefði ekki verið sami maðurinn sem skaut á kærasta hennar í fyrra skiptið og sem skaut á bílinn í seinna skiptið. Sagði hún að kærasti hennar hefði farið út úr bílnum og blandast í hópslagsmál sem voru við söluturninn. Annar hinna grunuðu hefði síðan skotið á kærasta hennar en hæfði hann ekki.

Bræðurnir viðurkenndu báðir við yfirheyrslur að hafa skotið sitthvoru skotinu, en sögðu þó báðir að það hefði verið eftir að þeir afvopnuðu mann sem þeir hafi verið í átökum við og hafi sá maður hafi þegar skotið af byssunni.

„Höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast“

Bræðurnir eru um þrítugt og eru foreldrar þeirra af pólsku bergi brotnir en bræðurnir eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Eru foreldrar þeirra búsettir í blokk í Fellahverfinu, skammt frá vettvangi skotárásarinnar. DV ræddi við móður þeirra í ágúst síðastliðnum þar sem hún lýsti því þannig að þau hjónin hafi verið að sinna hefðbundnum heimilisstörfum á meðan synir þeirra voru skammt undan í átökum með skotvopn. Skömmu áður hafði hún séð hóp manna ganga fram hjá.

„Ég var að dunda mér við að baka köku og var með fingurna alsetta rjóma. Eiginmaður minn hafði brugðið sér út á svalir til þess að reykja sígarettu og búmm, þá ómaði fyrri hvellurinn um hverfið. Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast.“

Leiddust út í óreglu

Hvorugur bræðranna bjó á heimilinu þegar árásin átti sér stað, þó svo að sá yngri væri með skráð lögheimili þar. Í umræddu viðtali við DV sagði móðir þeirra að þeir væru afar samrýmdir. „Þeir eru afar nánir og þeir gætu í raun verið tvíburar. Þeir gera allt sem þeir geta til þess að létta undir með okkur, ryksuga og þrífa gluggana og annað.“
Þá sagði hún þá hafa leiðst út í óreglu sem síðan hefði undið upp á sig síðustu misseri og taldi víst að drengirnir hennar myndu aldrei gera neitt þessu líkt ef þeir væru ekki undir áhrifum.

„Eiturlyfin hafa gert það að verkum að þeir hugsa ekki rökrétt. Ég vona innilega að þessi harmleikur verði til þess að þeir hugsi sinn gang, fari í meðferð eins og ég hef svo margsinnis beðið um. Þeir þurfa að hlusta á mömmu sína og snúa við blaðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar