fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Viðreisn og Björt framtíð ekki með

Þingmenn flokkanna tjáðu sig ekkert í sérstökum umræðum – Fjarveran vekur athygli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn þingmanna Viðreisnar né Bjartrar framtíðar tók til máls í tveimur sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Í umræðunum var annars vegar fjallað um skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána, Leiðréttingarskýrsluna svokölluðu, og hins vegar um skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.

Fjarvera þingmanna tveggja af þremur stjórnarflokkum í umræddum umræðum hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag. Hart hefur verið deilt á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að undanförnu vegna þess að skýrslurnar tvær voru ekki birtar fyrir kosningar á síðasta ári. Skýrslurnar voru unnar fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem Bjarni stýrði á síðasta kjörtímabili, og voru tilbúnar fyrir kosningarnar 29. október síðastliðinn. Þrátt fyrir það voru þær ekki birtar fyrr en á þessu ári.

Þetta hafa stjórnarandstæðingar gagnrýnt harðlega að undanförnu. Í umræðunum í dag var Bjarni Benediktsson til svara og mátti þola gagnrýni þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum. Þingmenn Bjartrar framtíðar, sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili þegar óskað var eftir skýrslunum, komu hins vegar ekki í ræðustól í dag. Hið sama má segja um þingmenn Viðreisnar sem ekki tjáðu sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar