fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fangar deyja vegna vannæringar: „Þetta er hreinasta helvíti“

Fangar á Haíti búa við skelfilegar aðstæður

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að vera í fangelsi á Haíti gerir mann brjálaðan ef það drepur þig ekki fyrst. Þetta er hreinasta helvíti,“ segir Vangeliste Bazile, fangi á Haíti, í samtali við AP-fréttastofuna.

Staða fangelsismála í landinu er skelfileg en í umfjöllun AP kemur fram að fangar hafi dáið af völdum vannæringar innan fangelsa landsins.

Vangeliste er í hópi um fimm þúsund fanga sem sitja í fjölmennasta fangelsi landsins. Talið er að um 80 prósent þeirra bíði dóms.

Fangar í umræddu fangelsi búa við mjög þröngan kost; mun fleiri fangar eru í fangelsinu en upphaflega stóð til, smitsjúkdómar herja á fanga og þá virðist ekki vera til nægur matur handa föngum. Margir fangar reiða sig á mat frá vinum og ættingjum en sumir eru ekki svo heppnir að eiga aðstandendur sem geta séð þeim fyrir mat.

Í umfjöllun AP kemur fram að eftirlitsaðilar séu uggandi vegna stöðu mála á Haíti. „Ég hef aldrei séð jafn slæmt ástand. Þarna eru fleiri að deyja ótímabærum dauðdaga en ég hef séð annars staðar í heiminum,“ segir Dr. John May, forsvarsmaður góðgerðarsamtakanna Health Through Walls.

Ekki nóg með að matur sé af skornum skammti heldur er aðgangur að hreinu drykkjarvatni takmarkaður. Fangelsisyfirvöld segja að þau geri sitt besta en fjármagn frá hinu opinbera sé skorið við nögl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni