fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Faðir í mál við orkudrykkjaframleiðenda eftir dauða 19 ára sonar síns

Drakk þrjár stórar dósir af orkudrykknum áður en hann hneig niður og lést

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 22. janúar 2017 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir nítján ára drengs í Bandaríkjunum, Dustin Hood, sem lést árið 2015 hefur stefnt orkudrykkjaframleiðandanum Monster þar sem hann telur að dauða drengsins megi rekja til neyslu á orkudrykkjum fyrirtækisins.

Dustin hneig niður í körfuboltaleik árið 2015, en rannsókn leiddi í ljós að hann hafði innbyrt þrjár stórar dósir af Monster-orkudrykknum síðasta sólarhringinn sem hann lifði. Gríðarlegt magn koffíns var í drykkjunum, eða um 730 millígrömm. Banamein Dustins var hjartaáfall en hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á sjúkrahús.

Viðmið um koffínneyslu ungmenna eru nokkuð á reki, en bandarísku læknasamtökin, Amer-ican Academy of Pediatrics, segja að unglingar eigi alls ekki að innbyrða meira en 100 mil-lígrömm af koffíni á sólarhring á meðan börnum er ráðlagt að neyta ekki koffíns, sama í hversu litlu magni.

Í stefnunni kemur fram að þetta sé ekki eina dauðsfallið sem rekja megi til notkunar orkydrykkja og þá er bent á að ekkert hafi bent til þess að Dustin hafi verið með leyndan hjartagalla áður en hann lést. Ekki liggur fyrir hversu miklar bætur faðir Dustins hefur farið fram á frá orkudrykkjaframleiðandanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði