fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Enginn drepinn í El Salvador

Sögulegur dagur

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 13. janúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varla hefur liðið sá dagur í tæplega tvö ár að einstaklingur sé ekki myrtur í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador. Til tíðinda dró í þeim efnum á miðvikudag þegar ekki einn einasti íbúi var drepinn.

Morðtíðini í El Salvador er ein sú hæsta í heimi og skera El Salvador og nágrannaríkið Hondúras sig úr í þeim efnum. Átök milli glæpagengja hafa kostað þúsundir íbúa lífið á undanförnum árum, gengja sem berjast meðal annars um yfirráð á fíkniefnamarkaði.

Tíu manns hafa verið myrt á hverjum einasta degi það sem af er þessu ári, þar til síðastliðinn miðvikudag. Lögregluyfirvöld hafa enga skýringu á friðnum sem þá virtist ríkja. Borgarastyrjöld geisaði í El Salvador á árunum 1979 til 1992. Gengjastríðið á upptök sín í þeim átökum en gengin, sem þekkt eru undir nafninu Maras, voru upphaflega stofnuð í Los Angeles á níunda áratugnum af ungmennum sem flúið höfðu til Bandaríkjanna vegna stríðsástandsins heima fyrir.

Þegar borgarastyrjöldinni lauk sneru El Salvadorar heim og tóku með sér gengjamenninguna. Maras glæpagengin eru gerendur í eiturlyfjasmygli, ofbeldisbrotum, fjárkúgunum og mansali víða um Mið-Ameríku. Árið 2012 var komið á vopnahléi milli stjórnvalda í El Salvador og gengjanna. Vopnahléið bar með sér bjartsýni á framtíð landsins og ungmenni skiluðu inn vopnum í von um aðstoð við að komast til baka í þjóðfélag friðar. Vopnahléið hélt í 15 mánuði en svo ekki meir.

Lögreglustjóri El Salvador, Howard Cotto, greindi frá þessum tíðindum á blaðamannafundi í gær en þar kom fram að leita þurfi aftur til 22. janúar 2015 til að finna dag þar sem enginn var myrtur. Þar áður gerðist það einu sinni árið 2013 og tvisvar árið 2012.

Á síðasta ári voru framin 14,4 morð á degi hverjum að meðaltali í El Salvador en íbúar þar eru um sex milljónir talsins. Árið 2015 voru framin 104 morð á hverja hundrað þúsund íbúa en til samanburðar voru framin 3,9 morð í Bandaríkjunum og 1,5 morð í Kanada á hverja hundrað þúsund íbúa.

Á síðasta ári lækkaði morðtíðni um 20 prósent í El Salvador en samt sem áður var morðtíðni ein sú hæsta í heimi. Aðeins í Hondúras var morðtíðni hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi