fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Síðskeggjaður maður gefur nemendum trúarrit: „Við lítum þetta mál alvarlegum augum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðskeggjaður, hvíthærður maður hefur að undanförnu reynt að gefa nemendum í nágrenni Grundaskóla á Akranesi trúarrit. Til þess hefur hann enga heimild. Skessuhorn greinir frá þessu.

Maðurinn mun ekki hafa sýnt af sér ógnandi hegðun eða reynt að bjóða þeim aðra hluti en Nýja-testamenntið. Fram kemur að hann aki jafnan á brott þegar hann verður var við starfsfólk skólans. „Við lítum þetta mál alvarlegum augum og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ná tali af þessum manni og gera honum grein fyrir því að við viljum að hann láti af þessari iðju,“ er haft eftir Flosa Einarssyni, aðstoðarskólastjóra Grundaskóla.

Gæsla í kring um skólann hefur verið hert vegna þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi