fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Raki og mygla í Laugarnesskóla

Aðstoðarskólastjóri í veikindaleyfi vegna langvarandi veikinda sem tengjast myglusvepp

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umtalsverðan raka og myglu er að finna í Laugarnesskóla. Þetta kom í ljós í desember eftir að Reykjavíkurborg gerði úttekt á húsnæðinu. Nokkrir starfsmenn skólans hafa kvartað undan óþægindum í öndunarfærum og aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla er kominn í veikindaleyfi vegna langvarandi veikinda sem rekja má til lélegra loftgæða á skrifstofu hans.

Loftgæði í skrifstofuálmu slæm

Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, segir í samtali við DV að hún hafi þær væntingar til borgarinnar að ráðist verði í framkvæmdir til að bæta skemmdirnar sem eru í stjórnunarálmu skólans sem allra fyrst.

Loftgæði í kennslustofum og rými þar sem nemendur halda til eru enn sem komið er góð.

„Tveir starfsmenn hafa átt erfitt með að vinna hérna. Við fundum enga skýringar á því fyrr en við fengum niðurstöðurnar sem sýna að loftgæði þar sem skrifstofurnar okkar eru eru mjög slæm“

Í bréfi sem Sigríður Heiða sendi foreldrum og forráðamönnum nemenda í Laugarnesskóla í dag segir meðal annars að á undanförnum árum hafi á nokkrum stöðum í skólanum orðið vart við leka í votviðrum.

Umfangsmikil viðgerð

„Raki getur haft áhrif á loftgæði og hafa nokkrir starfsmenn skólans kvartað yfir óþægindum í öndunarfærum og því óskaði ég eftir að Reykjavíkurborg skoðaði húsnæði skólans og sérstaklega austurálmuna sem var gerð upp fyrir níu árum.“

Sigríður Heiða segir að loft- og snertisýni hafi verið tekin á nokkrum stöðum í skólanum og rakamælingar framkvæmdar. Niðurstöður sýndu að loftgæði í stjórnunarálmu skólans og í fundarherbergi á 3. hæð eru slæm vegna langvarandi leka með gluggum og múr. Mælingar á öðrum svæðum voru innan eðlilegra marka.

„Ljóst er að það þarf að ráðast í aðgerðir til að stöðva lekann og hreinsa út skemmt byggingarefni í stjórnunarálmunni. Um er að ræða umfangsmiklar aðgerðir og verið er að vinna aðgerðaráætlun á þessu stigi en ég hef þær væntingar til minna yfirmanna að þetta verði forgangsmál með öryggi og heilsufar nemenda og starfsfólks að leiðarljósi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita