fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Kastaði tösku inn í salinn og hrópaði “Allahu Akbar”

Nemendur töldu sig í bráðri lífshættu

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 7. janúar 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. desember síðastliðinn urðu nemendur Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) fyrir óvægum hrekk. Þessu greinir Berlinske frá á fréttasíðu sinni í dag.

Seint umræddan dag kastaði maður með hulið andlit, tösku inn í lestrasal háskólans og kallaði hátt “Allahu Akbar” sem má þýða sem “Guð er mikill”. Gerðist atvikið einungis fjórum dögum eftir að vörubíll ók inn í jólamarkað í Berlín og olli töluverðum óskunda og mannsfalli.

Nemendurnir í lestrarsalnum urðu óneitanlega frá sér numdir af ótta. Einn nemandi sem sat innst í salnum sagðist hafa verið að hlusta á tónlist þegar hann heyrði einhvern hrópa “Allahu Akbar” og leit á vin sinn. Þá sjá þeir aðra nemendur skjótast úr sætum sínum og hlaupa að neyðarútganginum. Það kemur svo í ljós að útgangurinn er læstur og að sögn vitnisins vissi fólk ekki hvað skyldi gera. Vitni sáu hvar dökkur maður stóð álengdar með höfuðklút.

Töldu sig í lífshættu

Vitni héldu eins og von var að þau væru stödd í miðju hryðjuverkarástandi, en þar sem taskan sprakk ekki varð fólk óvisst um hvað væri í gangi. Eitt vitnið sagðist hafa verið skíthrætt og haldið að það væri statt í miðri skotárás. Annað vitni var handvisst að það myndi ekki lifa þetta af.

Hló og sagðist vera að grínast

Manninum með höfuðklútinn er lýst sem mjög ungum af afrískum uppruna. Hann stundaði ekki nám við skólann að sögn vitna. Fleiri vitni segja að hann hafi hlegið að verknaðinum og sagt síðar að þetta hefði verið grín, eitthvað sem hann hafði séð á YouTube.

Hrekkurinn gæti varðað fangelsisdóm

Nemendur náðu haldi á “grínistanum” og héldu honum þar til lögreglan mætti á svæðið. Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar nú málið. Drengurinn sem um ræðir er 15 ára gamall og neitar lögreglan að tilgreina uppruna hans eða hvort hann tengist eitthvað háskólanum sem um ræðir. Þó ítrekar lögreglan alvarleika málsins. Saksóknari lögreglunnar, Anne Sofie Brix, vill meina að brotið gæti varðað við fangelsisdóm.

Vitnum og þolendum hrekksins verður boðin sálfræðiaðstoð óski þeir eftir því og upplýsingar við neyðarútganginn verða uppfærðar. René Steffensen, yfirmaður háskólasvæðisins segist upplifa atvikið sem mjög alvarlegt prakkarastrik og að drengurinn sé það ungur að hann skilji ekki hvað hann hafi gert.

Talsmaður stjórnmálaflokksins Danske Folkparti, Peter Kodof Poulsen, fordæmir verknaðinn og vill skoða möguleikann á að herða gæslu og öryggisreglur á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd