fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Bieber leigði Skautahöllina í Laugardal í gærkvöldi

Lét hinsvegar aldrei sjá sig

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 8. september 2016 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni að Justin Bieber kom til landsins í hádeginu í gær en hann heldur tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi, í kvöld og á morgun.

Tók svellið á leigu

Aðdáendur og fjölmiðlafólk tóku á móti Bieber á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hann kippti sér lítið upp við athyglina þegar hann gekk út úr einkaþotunni og í tollskoðun. Frá flugvellinum hélt kappinn og fylgdarlið hans í þyrlu í Bláa-Lónið.
Það vakti athygli viðstaddra þegar starfsmenn Reykjavíkurflugvallar báru farangur Bieber úr einkaþotunni en þar mátti meðal annars sjá brimbretti, tvö hjólabretti og íshokkíkylfur.

Heimildir DV herma að Bieber hafi tekið Skautahöllina í Laugardal á leigu í gærkvöldi frá klukkan 20:30 í þeim tilgangi að spila hokkí. En líkt og glöggir aðdáendur Bieber vita þá æfði hann íshokkí í heimalandi sínu Kanada áður en hann varð heimsfrægur poppsöngvari. Hann er sömuleiðis duglegur að stunda íþróttina þegar honum gefst tími til.

Bieber mætti ekki

Foreldrum barna og unglinga sem áttu að vera á æfingum í Skautahöllinni í gærkvöldi var sendur póstur þar sem stóð að vegna óviðráðanlegra ástæðna myndu allar æfingar falla niður um kvöldið.

Mikill viðbúnaður var á svæðinu og lögreglan lokaði um tíma veginum að höllinni. Starfsfólk Skautahallarinnar beið sömuleiðis eftir Bieber með mikilli eftirvæntingu en hann lét hinsvegar aldrei sjá sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“