fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Álfur Mánason býður sig fram í prófkjöri Pírata

Sækist eftir 6-10.sæti í Reykjavík suður – Ætlar að berjast fyrir frelsi einstaklingsins og græði hluthafa fyrirtækja verði settar skorður

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 9. júlí 2016 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Álfur Mánason hyggst bjóða sig fram í prófkjöri Pírata til Alþingiskosninganna. Hann sækist eftir 6-10.sæti í Reykjavík suður.

Á Facebook-síðu Pírataspjallsins segir hann vera pönkari, pabbi, verkamaður, anarkisti, listamaður, „bölvaður innflytjandi“ og ýmislegt fleira.

„Ég er einn af stoltum stofnendum Pírata á Íslandi og vil gera mitt til að viðhalda þeim anarkistahugmyndum sem enn leynast innan Pírata og vil þ.a.l koma á nýrri stjórnarskrá sem fyrst. Ég býð mig fram sem fulltrúi götulistafólks, bótaþega, tónlistarfólks og þeirra sem minna meiga sín í þjóðfélaginu. Enda hef ég sjálfur gengið í gegnum ýmislegt vegna þeirrar lífsstefnu sem ég fylgi. Ég stefni á það, fái ég kosningu, að Alþingi lögleiði frelsið, þ.e að frelsi einstaklingsins sé alltaf haft að leiðarljósi en það sé ekki verið að setja frelsinu skorður við hverja einustu lagasetningu, eins og nú er gert! Ég vil taka betur á þátttöku fyrirtækja í samfélaginu og setja græðgi hluthafa þeirra skorður til að fyrirtækin, rétt eins og við hin, standi undir rekstri ríkisins, “ segir Friðrik Álfur, sem einnig gengur undir viðurnefninu Svarti Álfurinn.

Friðrik Álfur veitti DV viðtal síðasta sumar en óhætt er að segja að hann hafi ekki bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag