fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Dómur fallinn í máli Birgittu

Dómur var kveðinn upp í máli Birgittu Gyðu Bjarnadóttur í Brasilíu í dag

Kristín Clausen
Mánudaginn 6. júní 2016 23:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll í dag í máli Birgittu Gyðu Bjarnadóttur, sem situr í fangelsi í Fortaleza í Brasilíu. Hún fékk 5 ára og 20 daga fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl. Birgitta, sem er 20 ára, og kærastinn hennar voru handtekin á milli jóla og nýárs í fyrra en talsvert magn af kókaíni fannst í fórum þeirra.

Birgitta hefur nú þegar afplánað sex mánuði af dóminum. Möguleiki er á því að hún verði látin laus úr fangelsinu eftir um tvö til tvö og hálft ár. Birgitta þarf samt sem áður að vera í landinu þar til hún er búin að sitja af sér allan dóminn. Hvort sem það verður innan veggja fangelsisins eður ei.

Jákvæð þrátt fyrir allt

Móðir Birgittu, Esther Ósk Estherardóttir sagði í samtali við DV í lok maí að dóttir sín væri ótrúlega jákvæð þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Esther greindi jafnframt frá því að vinkona hennar eigi góða vinkonu sem er búsett í Brasilíu. „Hún fer og heimsækir hana 1-2 í mánuði og ég veit ekki hvar við værum án hennar. Hún fer með nauðsynjar til hennar; sjampó, tannkrem og mat.“

Esther segir í umræddu viðtali að málið hafi kostað fjölskyldu Birgittu mikið fé en er þakklát fyrir að eiga gott bakland sem getur stutt við bakið á fjölskyldunni. „Það þarf að standa straum af lögfræðikostnaði og túlkaþjónustu, það þarf að þýða öll skjöl af ensku yfir á portúgölsku, skjöl frá læknum, sakavottorð og fleira,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“