Magnaður sýndarveruleiki
Kínverska tæknifyrirtækið Huawei hefur tilkynnt að fyrirtækið verði það fyrsta til að koma með snjalltæki sem styðja muni sýndarveruleika Google. Sýndarveruleikinn mun bera nafnið „Daydream“.
Samkvæmt upplýsingum frá Google munu fleiri símar verða kynntir fyrir árslok sem styðja munu sýndarveruleika fyrirtækisins sem kynntur var á ráðstefnu fyrirtækisins fyrr á þessu ári.
„Huawei hefur mikinn áhuga á að vinna með Google og öðrum fyrirtækjum sem standa framarlega í tækjaiðnaði,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá sagði fyrirtækið, að fyrstu símarnir og aukahlutirnir yrðu kynntir á þessu ári.
Þeir sem hafa enn meiri áhuga á að kynna sér hvernig sýndarveruleiki Google mun virka, geta séð kynningu fyrirtækisins á viðbótinni hér á neðan: