Binda vonir við að Apple muni stækka geymslurými símans
Kínversk vefsíða birti í gær myndir af gulllituðum síma. Síminn var merktur „iPhone“ og má gera sér vonir um að þetta sé nýr iPhone sími frá tæknirisanum Apple sem væntanlegur er í september.
Myndirnar sem láku á netið sýna að á símanum má finna laser sem hjálpar við fókusinn á myndum sem teknar eru með símanum. Þá má sjá LED-flass hjá myndavélinni.
Í frétt Daily Mail um málið kemur fram að ný rauf hafi verið sett á símann, að aftanverðu. Þessa rauf má þó aðeins finna á stærri útgáfu símans, sem líklega fær nafnið iPhone 7 Plus. Enn fremur kemur fram í frétt Daily Mail um málið að sögusagnir séu um að nýja aukahluti megi finna fyrir stærri útgáfu símanum, til dæmis lyklaborð sem svipar til lyklaborðsins sem hægt sé að fá fyrir iPad Pro.
Minni útgáfa símans er stærð símans sögð vera 138,30 x 67,12 x 7,1 mm að rúmmáli. Stærri útgáfan mun þá líklega vera 158,22 x 77,94 x 7,3 mm að rúmmáli. Þá kemur fram að rafhlaðan í nýja símanum sé um tólf prósentum stærri en þá sem finna má í iPhone 6S. Einnig er vonast eftir því að Apple muni stækka geymslurými símans í 256 gígabæt.