fbpx
Laugardagur 23.október 2021
Fréttir

„Verið að jaðarsetja samkynhneigð með því að láta hana í flokk með BDSM“

Segir BDSM ekki eiga heima í Samtökunum 78 – „Kynhneigð er allt annað en kynórar“ -Stjórn Samtakanna 78 sendir yfirlýsingu vegna málsins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. mars 2016 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur Akureyrarkirkju, segir BDSM ekki eiga heima í Samtökunum 78. Hún segir að verið sé að rugla saman kynórum og kynhneigð.

„Hér er verið að jaðarsetja samkynhneigð með því að láta hana í flokk með BDSM og það er óþolandi afturför frá öllum þeim stórum sigrum sem hafa unnist á undanförnum árum,“ segir Hildur í færslu sem hún birti um málið á Facebook-síðu sinni í dag.

Eins og greint hefur verið frá hefur BDSM-félagið fengið aðild að Samtökunum 78 en það var samþykkt með naumum meirihluta í atkvæðagreiðslu á fundi samtakanna um helgina.

Óhætt er að segja að ákvörðunin sé umdeild. Í samtali við Pressuna skoraði söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson á forsvarsmenn samtakanna að endurskoða ákvörðunina.

„Ég sé bara ekki að hægt sé að bera þetta saman við kynhneigð, eitthvað sem er miklu frekar kynhegðun,“ segir Friðrik Ómar.

Hildur Eir tekur undir með Friðriki í færslu sinni.

„Burtséð frá því hvað mér finnst persónulega um BDSM þá skil ég ekki hvers vegna verið er að rugla þessum tveimur hlutum saman þ.e. kynhneigð og kynórum,“ segir Hildur og bætir við að lokum:

„Kynhneigð er allt annað en kynórar.“

Stjórn Samtakanna 78 sendu nú fyrir skemmstu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og þeirrar miklu umræðu sem verið hefur síðan að tillagan var samþykkt 5. mars síðastliðinn.

Með henni vill nýkjörin stjórn félagsins upplýsa um gang mála, útskýra hvernig málin horfa við henni og koma nokkrum staðreyndum í málinu á hreint.

Enn fremur segir að nýkjörin stjórn hafi enn ekki náð að hittast á sínum fyrsta stjórnarfundi og biðlar til félagsfólk og annarra um að veita henni örlítið svigrúm til að bregðast frekar við málinu.

Yfirlýsing Samtakanna 78

„Ákvörðun um að veita BDSM á Íslandi aðild er hvorki tekin af núverandi né fyrrverandi stjórnum félagsins. Hún er tekin af æðstu stofnun þess, aðalfundi. Félagsfólkinu sjálfu.

Hvorki núverandi né fyrrverandi stjórnir félagsins hafa á nokkrum tímapunkti tekið afstöðu til málsins eða gefið út ákveðna línu þar um.

Boðað var til tveggja upplýsinga- og umræðufunda um málið eftir að umsókn BDSM á Íslandi lá fyrir. Fyrri fundurinn var haldinn 24. nóvember sl. og sá síðari þann 25. febrúar sl. Til beggja funda var boðað með útsendingu á póstlista félagsfólks, með góðum fyrirvara, og gafst fólki kostur á að senda inn nafnlausar spurningar. Þá var efnið m.a. einnig kynnt á vefsíðu og Facebook-síðu félagsins.

BDSM á Íslandi hefur ekki ‘sameinast’ Samtökunum ‘78. Samtökin ‘78 eru regnhlífarsamtök ólíkra hinsegin félaga, þótt félagsaðild hafi verið og sé enn bundin við einstaklingsaðild. BDSM á Íslandi verður nú í hópi 8 annarra félaga.

Samtökin ‘78 eru enn þau sömu. Það hefur ekkert breyst. Fræðslan er ekki breytt. Ráðgjöfin. Ungliðastarfið. Þetta starf verður áfram unnið undir sömu formerkjum, af sama fólki, og er allt jafnfrábært og faglegt og verið hefur. Það sem hefur breyst er að lítið samfélag fólks hefur leitað til félagsins og hefur fengið þar skjól, eins og margir aðrir hópar.

Ný stjórn mun boða félagsfund eins fljótt og auðið er, enda kappsmál stjórnar að viðhafa upplýsta og opna umræðu um þau álitamál sem brenna á fólki. Fimmtudaginn næstkomandi, 10. mars, verður opinn fundur að Suðurgötu 3 frá kl. 20-22 þar sem hægt verður að ræða málin við nýkjörna stjórn. Við hvetjum félagsfólk til að taka þátt í samtalinu um þennan þátt starfsins, sem og alla aðra þætti. Við hlökkum til samstarfsins.“

Hér má nálgast yfirlýsingu stjórnar Samtakanna 78 í heild sinni.

Burtséð frá því hvað mér finnst persónulega um BDSM þá skil ég ekki hvers vegna verið er að rugla þessum tveimur hlutum…

Posted by Hildur Eir Bolladóttir on 7. mars 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikill hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi

Mikill hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“