fbpx
Fimmtudagur 10.október 2024
Fréttir

Lítur nýr iPhone dagsins ljós á eftir?

Kynning Apple hefst klukkan 17:00

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. mars 2016 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag, klukkan 17:00 að íslenskum tíma halda kynningu í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Cupertino. Búist er við því að þar verði kynntur verði til leiks nýr iPhone, svo eitthvað sé nefnt. Líkt og oft áður hafa lekið myndir af vörum sem von er á frá fyrirtækinu. Slagorð kynningarinnar er „Let us loop you in“, sem snara mætti á íslensku „Leyfðu okkur að slá lykkju utan um þig.“

iPhone SE
Líklegt þykir að síminn verði kallaður iPhone SE eða iPhone 5SE. Búist er við því að nýi síminn muni hafa fjögurra tommu skjá. Síðasti sími sem kom út með fjögurra tommu skjá var iPhone 5S, en hann kom út fyrir þremur árum síðan.

Símanir hafa verið mjög vinsælir undanfarin ár
iPhone Símanir hafa verið mjög vinsælir undanfarin ár

Mynd: Reuters

Nýr iPad Pro
Einnig er búist við því að nýi iPadinn muni hafa 9,7 tommu skjá, og hefur heyrst að hann muni líkjast iPad Air línunni. Samt sem áður mun iPadinn hafa sömu tæknilegu eiginleika og iPad Pro. Búist er við því að hægt verði að tengja Apple lyklaborðið við iPadinn (einnig búist við minni útgáfu af lyklaborðinu fyrir iPad) og að hægt verði að nota Apple pennann við notkun iPadsins.

Nýjar ólar fyrir Apple Watch
Einnig er búst við því að nýjar ólar muni líta dagsins ljós fyrir Apple Watch og líklega uppfærsla á iOS.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vefsíðu Apple.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband
Fréttir
Í gær

Kona sem féll í á við Stuðlagil fannst látin

Kona sem féll í á við Stuðlagil fannst látin
Fréttir
Í gær

„Enginn byrjar feril sinn í Hörpu“

„Enginn byrjar feril sinn í Hörpu“